Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 88
Verðlag og gengi
Verðbólga hefur verið yfir verðbólgumarkmiði frá því í apríl 2004 og á uppleið frá því í
ágúst 2007 og náði 8,7% í mars en þá voru áhrif gengislækkunarskots í mars 2008 ekki
komin fram að fullu. Orsökina fyrir mikilli verðbólgu undanfarinna missera er hægt að
rekja til nokkurra þátta. Kostnaðarþrýstingur hefur verið mikill út af litlu atvinnuleysi og
launaskriði. Verð á hrávöru hefur einnig hækkað mjög mikið á alþjóðavísu sem hefur
lagst á sömu sveif. I ofanálag hefur gengi krónunnar farið lækkandi frá því í júlí 2007.
Líklega hefur kostnaðarþrýstingurinn flýtt fyrir
miðlun gengislækkunar út í verðlagið. Einnig er
mögulegt að kostnaðarþrýstingur hafi haldið aftur
af verðlækkunum þegar gengið styrktist og
virðisaukaskattur á matvælum var lækkaður á fyrri
hluta ársins 2007.
I mars 2007 var virðisaukaskattur á um 80% af mat-
og drykkjarvörum lækkaður úr 14% í 7% en á 20%
lækkaði hann úr 24,5% í 7% meðan t.d. virðis-
aukaskattur í veitingasölu lækkaði úr 24,5% í 7%.
Mælingar strax eftir skattalækkanir sýndu að þær
skiluðu sér nær fullkomlega í mat- og drykkjar-
vörum sem lækkaði um 7,4% en mat Hagstofu
hljóðaði upp á 7,5% verðlækkun. Ef tekið er tillit til
þess að almenn verðbólga á umræddu tímabili
(mars 2007 til mars 2008) var 8,7%, þá hefur þróun
á verði mat- og drykkjarvöru verið nokkuð
hagstæðari með 6,8% hækkun sem þýðir að verð á
matvörum á tímabilinu hefur hækkað minna en
almennt verðlag.
Fjármál hins opinbera
Milljarðar króna
1.400
Heildarvelta v. ás
Vísitala gengisskráningar h. ás
Gengisspá
jan.99jan.00jan.01jan.02jan.03jan.04jan.0Sjan.06jan.07jan.08jan.09jan.10
160
150
140
130
120
110
100
Gengisvlsitala og velta á gjaldeyrismarkaði.
Heimild: Seðlabanki íslands og eigin spá.
Ríkissjóður
Tekjuafgangur ríkissjóðs á árinu 2007 nam 53 ma.kr. eða 4,2% af vergri landsframleiðslu.
Þessi niðurstaða er mun hagstæðari en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum þar sem
tekjuafgangur var áætlaður 9 ma.kr. Rétt er að taka fram að bráðabirgðatölur Hagstofu
sem hér er fjallað um eru samkvæmt uppgjörsaðferð þjóðhagsreikninga en þar er um
artnað afkomuhugtak að ræða en í fjárlögum og niðurstaðan á þjóðhagsgrunni því alltaf
nokkuð frábrugðin þeirri í ríkisreikningi. Aætlanir fjárlaga, umreiknaðar á þjóðhags-
grunn, sýndu þó einnig umtalsvert lakari afkomu en varð í raun. Meginskýringar þessa
eru þær að hagvöxtur og þjóðarútgjöld urðu mun meiri en fyrirséð var við gerð fjárlaga
haustið 2006. A þeim tíma hafði hagsveiflan náð hámarki og búist var við litlum hagvexti
á árinu 2007, um 1%, og 6,4% samdrætti þjóðarútgjalda. Reyndin varð sú að hagvöxtur
varð mun meiri eða 3,8%, og þjóðarútgjöld drógust aðeins saman um 2,3%. Ekkert varð
af 1,8% samdrætti í einkaneyslu sem þá var gert ráð fyrir heldur jókst hún af svipuðum
krafti og árið 2006 eða um 4,2%. Sömuleiðis var fjármunamyndun öflugri; í stað 21,6%
samdráttar varð niðurstaðan 14,9% samdráttur.
Ríkissjóður hefur nú skilað tekjuafgangi fjórða árið í röð og nemur samanlagður afgang-
ur þessi fjögur ár 170 ma.kr. (þessar tölur eru á þjóðhagsgrunni og því án hagnaðar af
sölu Símans 2005). Þennan afgang hefur ríkissjóður notað að hluta til að greiða niður
skuldir og byggja upp innistæður sínar í Seðlabankanum.
8 6 | Arbók V F I /T F f 2008