Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 93
• 1 Hellisheiðarvirkjun var bætt við 33 MW vélasamstæðu fyrir lágþrýstigufu sem fæst
úr vatninu frá háþrýstiskiljunum. I árslok höfðu alls verið skráðar 42 vinnsluholur og 10
niðurdælingarholur á Hellisheiði.
• I október voru 60 ár síðan Andakílsárvirkjun hóf raforkuvinnslu. Tvær þrýsti-
vatnspípur liggja frá Skorradalsvatni að stöðvarhúsi. Sú eldri var tréstokkur sem hafði
dugað frá upphafi. Ný pípa úr trefjaplasti, 560 metra löng og 2,1 m í þvermál, leysti hana
af hólmi á haustdögum.
Rarik
• Ný vinnsluhola, tæpra 1.500 metra djúp, var boruð í lok vetrar í landi Grafar í
Reykjadal í Miðdölum fyrir hitaveituna í Búðardal því vatnsskortur var fyrirsjáanlegur
þar veturinn 2007-2008. Milli Grafar og Búðardals eru um 17 km og lögbýli og sumarhús
á leiðinni njóta hitaveitunnar. Fyrir voru tvær vinnsluholur. Önnur þeirra gaf í sjálfrennsli
um 121/s. en með djúpdælu má ná einhverju til viðbótar. Nýja holan er stefnuboruð fyrir
neðan vinnslufóðringu undir fjallið fyrir ofan Grafarlaug. Nokkrar góðar vatnsæðar eru
í holunni og þær bestu eru 88 °C heitar og fyrir neðan 850 metra dýpi. Sýnt er að hita-
veitan hefur nú nokkru meira vatn en þörf er á og sjálfrennsli er um 25 1/s. en með
djúpdælu má ná a.m.k. 50 1/s.
• Ný vélasamstæða Lagarfossvirkjunar var vígð 6. október en vinnsla hófst í júlímánuði.
Fyrir voru 7,5 MW í afli en nýja vélin er 19,2 MW. Eins og áður leggur Lagarfljót til ork-
una en rennsli þess tvöfaldaðist við frárennsli Fljótsdalsstöðvar.
• Um miðjan apríl var grafinn í sundur háspennujarðstrengur í nágrenni Gönguskarðs-
árvirkjunar á Sauðárkróki. Við óhappið leiddi eitt af öðru, aðrennslisstokkur virkjunar-
innar brast og í framhaldi af því féll aurskriða úr Nöfunum fyrir ofan Villa Nova.
Nokkrar skemmdir urðu á íbúðarhúsum og aðrennslisstokkurinn, sem var úr tré með
járngjörðum, er ónýtur.
Skagafjarðarveitur
• Lokið var við að leggja stofnlögn frá borholunni í Hrolleifsdal um Sléttuhlíð og
Höfðaströnd að Hofsósi og mest allt dreifikerfið. íbúðarhúsið á Bræðraá í Hrolleifsdal var
tengt heita vatninu 28. nóvember en formlega var veitan tekin í notkun 13. desember
þegar félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi var tengt. Aætlaður hiti á vatninu á Hofsósi er
a.m.k. 72 °C. Tvær athafnakonur sem búsettar eru á Höfðaströnd, þær Lilja Pálmadóttir
og Steinunn Jónsdóttir, hafa gefið bæjarbúum sundlaug og er áætlað að ljúka byggingu
hennar haustið 2008. Skagafjarðarveitur lögðu sumarið 2007 stofnlögn frá Steinsstaða-
hitaveitunni að sex bæjum í Tungusveit, Fremribyggð og Neðribyggð.
Norðurorka
• Reykjaveita var formlega tekin í notkun á Grenivík þann 23. nóvember, þegar fyrsta
íbúðarhúsið var tengt. Lokið var við dreifikerfið á Grenivík og í desember höfðu 28 hús
verið tengd, en lokið verður við heimæðar og allar tengingar sumarið 2008. Vatnið er
fengið úr 650 metra djúpri borholu sem var boruð haustið 1982 á Reykjum í Fnjóskadal.
Stofnlögn Reykjaveitu liggur um Fnjóskadal, Dalsmynni og Höfðahverfi og er önnur
lengsta á landinu, um 56 km löng. Lögbýli og sumarhús á leiðinni njóta heita vatnsins,
einnig sundlaugin á lllugastöðum sem áður var hituð með olíu. Vatnshitinn á Reykjum
er 82 °C og á Grenivík er hitinn enn yfir 60°C.
• A Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit var ný 25 metra löng sundlaug vígð í byrjun janúar.
9 1
Tækniannáll