Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 101
v E G A M Á L
Bifreiðaeign
Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu voru nýskráðar fólksbifreiðar 18.524 á árinu 2007 á
móti 19.448 árið áður, sem samsvarar 4,8% færri skráningum. Á sama tíma voru
nýskráðar 94 hópferðabifreiðar á móti 126 árið áður sem samsvarar 25% fækkun.
Nýskráðar vöru- og sendibifreiðar voru 3.999 á árinu 2007 en 3.549 árið áður og er það
um 13% aukning skráninga á milli ára. Minnkun í nýskráningu mótorhjóla var rúmlega
8% en nýskráð voru 1.414 hjól á móti 1.534 árið á undan.
Þó að nýskráningum hafi fækkað nokkuð á árinu 2007 miðað við árið á undan vex
bifreiðafjöldi landsmanna þó jafnt og þétt og er nú kominn í rúmlega 240 þúsund bíla.
Fólksbifreiðaeign á hverja þúsund íbúa er nú komin í 642 samkvæmt bráðabirgðatölum
frá Umferðarstofu.
Bensíngjald
Bensínsala á árinu 2007 nam um 219,1 milljónum lítra sem er 4,1% aukning frá árinu á
undan. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Ríkisbókhaldi voru innheimtar tekjur af bensín-
sölunni, þ.e. bensíngjaldið, 7.219,5 m.kr. árið 2007. Það er 630 m.kr. meira en tekjuspá
vegaáætlunar gerði ráð fyrir og 130 m.kr. minna en áætlað var í fjárlögum og
fjáraukalögum.
Bensínbifreiðum hefur fjölgað um 19,6% sl. fimm ár en sala á bensíni hefur ekki aukist í
sama hlutfalli. Hún hefur aðeins aukist um 14,1% á þessu sama tímabili. Díselbifreiðum
hefur fjölgað um 17,2% sl. fimm ár en sala á bensíni ekki aukist í sama hlutfalli. Hún hefur
aðeins aukist um 10,6% á þessu sama tímabili. Díselbifreiðum hefur fjölgað hlutfallslega
mun meira á þessum tíma eða um 65%.
I ársbyrjun 2007 kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni 117,70 kr. frá dælu á bensínstöð með
fullri þjónustu. Verðið hækkaði lítillega fram í mars en frá mars fram í byrjun júní
hækkaði það um 10,0% og var komið í 129,60 kr./l. Verðið hélst nokkuð stöðugt fram í
miðjan október en þá hófust hækkanir að nýju og í árslok var verðið svo komið í 137,90
kr./l. Verðhækkun á milli áramóta mælist 17,2%.
Þungaskattur
Á árinu 2007 voru innheimtar tekjur af þungaskatti alls 1.195 m.kr. Skatturinn er í formi
kílómetragjalds og er aðeins lagður á bifreiðar sem eru yfir 10 tonn að leyfðum heildar-
þunga. Kílómetragjald fyrir bifreið á bilinu 10-11 tonn er 0,29 kr./km og fer svo
stighækkandi og er 12,89 kr./km í flokki bifreiða sem eru 31 tonn og yfir.
9 9
Tækniannál