Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 106
Áætlað er að steypa 4.700 m2 þekju og ljúka við raflagnir á árinu 2008. Einnig var unnið
að semni áfanga endurbyggingu Ásgeirsbakka á ísafirði. Lokið var við römmun þils sem
hófst á árinu 2006 og steypt 2.900m2 þekja auk ljósa- og rafmagnshúss.
Skjólgarðar
A Þórshöfn var boðin út vinna við lengingu á Norðurgarði um 60 m. í verkinu fólst að
vinna um 30.320 m3 af grjóti og kjarna í námu og leggja út í garðinn. Grjótið var unnið í
námu 2 km austan við Þórshöfn. Verkinu lauk í nóvember. Einnig voru sprengdir
20.000 m3 af föstu bergi sem notaðir verða í fyllingu í fyrirhugaða endurbyggineu haf-
skipabryggju.
Landeyjahöfn og Vestmannaeyjaferja
Unnið var að rannsóknum vegna væntanlegar Landeyjahafnar (í Bakkafjöru). í byrjun árs
skilaði Det Norske Veritas áhættumati að siglingum milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru.
Matið var í alla staði jákvætt og var áhættan metin 1/6 af því að sigla til Þorlákshafnar.
Danska verkfræðistofan COWI var fengin til að leggja mat á vinnu Siglingastofnunar og
hvort raunhæft væri að byggja höfn á Bakkafjöru. Niðurstöður COWI voru jákvæðar og
töldu þeir að faglega væri að öllu staðið. Unnið var áfram að rannsóknum af DHI, dönsku
straumfræðistofnuninni, á sandburði við Landeyjahöfn og mun sú vinna standa yfir til
ársloka 2008. Stýrihópur um Bakkafjöruhöfn, sem í sitja fulltrúar samgönguráðuneytis,
Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar, skiluðu skýrslu í mars. Þar var heildarkostnaður
hafna- og vegagerðar og ferjukaupa metinn á um 5,6 milljarða króna. Vorið 2007 hóf
Landgræðslan uppgræðslu Landeyjasands og strax um haustið hafði tekist að rækta upp
nokkra hektara af sandi. Vorið 2007 hófst vinna við gerð umhverfismatsskýrslu og lá
matsáætlun fyrir haustið 2007. í ágúst 2007 var tekin ákvörðun um að ráðast skyldi í
^yggir'gu Landeyjahafnar og útboð á ferjusiglingum milli Vestmannaeyja og Land-
eyjahafnar. I framhaldi af því hófst hönnunarvinna.
Framkvæmdir í höfnum án ríkisstyrkja
Hjá Faxaflóahöfnum var framkvæmt fyrir 1.341 mkr. í gömlu Reykjavíkurhöfn var unnið
að gatna- og lóðarfrágangi á Norðurgarði auk þess sem unnið var að lokaáfanga stálþils-
framkvæmda á Grandabryggju og endurnýjun raflagna á því svæði. í Sundahöfn var
lokið við framkvæmdir við Köllunarklettsveg, lokið við byggingu þjónustumiðstöðvar
fyrir farþega skemmtiferðaskipa á Skarfabakka, haldið áfram með landgerð utan Klepps
°g Jonging Vogabakka undirbúin m.a. með útboði á stálþili sem fer í 150 metra lengingu
hafnarkantsins. A Grundartanga var unnið að slitlagsframkvæmdum, endurbótum á hol-
ræsum og frágangi hafnarverndarsvæðis auk þess sem unnið var að undirbúning lóða-
gerðar vestan Járnblendiverksmiðjunnar.
Skrifað var undir samning um smíði á nýjum dráttarbát. Nýr Jötunn verður með 27 tonna
togkrafti.
í Hafnarfirði var lokið við byggingu Hvaleryarbakka, 200 metra viðlegu með 10 m dýpi.
Gerð var aðstaða fyrir báta hafnarinnar, HB Þrótt og HB Hamar, í kverkinni milli
Suðurbakka og Þverkers. Um er að ræða flotbryggju úr stálflotum sem tengd er við land
með stálstögum. Lagt var rafmagn og vatn að bátunum, sem og öflugur landgangur.
í Fjarðabyggð var hafinn undirbúningur að löndunarbryggju á Neskaupstað, 95 metra
stálþili. Hafinn var undirbúningur að stækkun Mjóeyrarhafnar (Framneshafnar) á
Reyðarfiiði með gerð nýs 160 metra hafnarkants um 200 metrum fyrir vestan núverandi
hafnarkant. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 2008 og þeim ljúki 2010. Á
Fáskrúðsfirði var steypt ný 315 m2 þekja á Fiskeyrarbryggju.
1 0 4
Árbók VFl/TFl 2008