Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 129
RARIK
R A R I K O H F
Strengvæðing og þrífösun dreifikerfis
RARIK ohf., sem er hlutafélag í eigu ríkisins, var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri
Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947.
Meginverkefni fyrirtækisins við stofnun þess var að afla almenningi og atvinnuvegum
nægrar raforku á hagstæðan hátt og hefur fyrirtækið haft mikilvægu hlutverki að gegna
við öflun, dreifingu og sölu á rafmagni.
Með tilkomu nýrra orkulaga árið 2003 og ákvæðum um aðskilnað samkeppnis- og einka-
leyfisþátta var ákveðið að stofna sérstakt dótturfélag, Orkusöluna, um framleiðslu og
sölu á vegum fyrirtækisins. Orkusalan, sem tók til starfa í ársbyrjun 2007, er 99,8% í eigu
RARIK ohf., starfrækir fimm virkjanir og er Lagarfossvirkjun þeirra stærst.
Með breytingum á raforkulögum hætti RARIK að sinna heildsölu rafmagns. Landsnet hf.
tók til starfa 1. janúar 2005 og er hlutverk þess að sinna meginflutningi rafmagns í land-
inu. Megmhluti stofnlínukerfis RARIK var seldur til Landsnets hf. og á RARIK nú rúm-
lega 22% hlut í Landsneti.
Á árinu 2008 stofnaði RARIK sérstakt félag um þróunarverkefni hér á landi og erlendis.
Félagið hlaut nafnið RARIK Orkuþróun. Félaginu er ætlað að halda utan um verkefni
sem hafa verið í vinnslu hjá fyrirtækinu og finna ný.
Megináhersla fyrirtækisins í dag er á raforkudreifingu og hefur verið unnið jafnt og þétt
að uppbyggingu dreifikerfa í sveitum, en um 90% þeirra eru í umsjá RARIK. Dreifikerfi
RARIK nær til Vestur-, Norður-, Austur- og Suðurlands en auk þess nær dreifikerfi
RARIK til 43 þéttbýliskjarna víðsvegar um landið. Lengd háspennudreifikerfisins er um
8000 km, þar af er um þriðjungur jarðstrengir sem hafa verið lagðir á síðustu árum.
í upphafi rafvæðingar hér á landi voru raflínur að mestu byggðar 3ja fasa, enda var um
að ræða stofna út frá virkjunum, eins og t.d. Sogsvirkjunum, að þéttbýlisstöðum eða
stærri notendum í þéttbýlum sveitum. Fljótlega var svo farið að byggja einfasa tveggja
víra línur út frá þessum stofnum. Akveðið var að dreifikerfið í sveitum skyldi að megin-
hluta vera einfasa, þar sem það var talsvert ódýrara í uppbyggingu og þar með hægt að
rafvæða stærri svæði fyrir fjárveitingu hvers árs. Enn í dag er stór hluti dreifikerfisins ein-
fasa og eru margir íbúar í dreifbýlinu miður ánægðir með það kerfi og telja það standa
atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum. Talsvert mikill þrýstingur er því á endurbyggingu
kerfisins vegna þrífösunar.