Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 133
Tenging smávirkjana við dreifikerfi
Heimarafstöðvar voru algengar á fyrri hluta síðustu aldar, en fækkaði mjög við rafvæð-
'ngu sveitanna. Þær einkarafstöðvar sem voru í notkun fram eftir öldinni tengdust ekki
dreifikerfinu. Með tilkomu nýrra raforkulaga rýmkuðu möguleikar nýrra virkjana til að
tengjast raforkudreifikerfinu. Flutningsfyrirtækjum og dreififyrirtækjum er nú skylt að
birta almenna verðskrá um kostnað við aðgang að netinu, svokölluð innmötunargjöld, og
fengja hverja þá nýja virkjun sem þess óskar, að uppfylltum tæknilegum kröfum. Heimilt
er þó að krefja virkjun um tengigjöld sem nemi allt að stofnkostnaði tengingar, ef sýnt er
að ella valdi hún öðrum notendum kostnaði. Virkjanir undir 7 MW (stundum kallaðar
smávirkjanir) geta tengst flutningskerfinu um kerfi dreifiveitu, svo sem RARIK, en stærri
virkjanir skulu tengjast flutningskerfi Landsnets beint. Hvorki dreifiveita né flutn-
ingskerfi kaupir orku af virkjunum, enda samræmist það ekki hlutverki þeirra, heldur
semur virkjunaraðili beint við sölufyrirtæki um sölu þeirrar orku sem hann ekki nýtir
sjálfur.
1 kjölfar þessara breytinga hafa allmargar nýjar virkjanir verið tengdar dreifikerfinu
síðustu ár. Fyrir breytingu raforkulaga var afl virkjana sem tengdar voru kerfi RARIK um
14 MW (Lagarfossvirkjun undanskilin), en 20 MW í árslok 2007, auk þess sem
framkvæmdir stóðu yfir vegna virkjana með 10 MW til viðbótar sem gangsettar verða á
árinu 2008.
Reynslan hefur sýnt að mikilvægt er að virkjunaraðilar snúi sér sem fyrst til viðkomandi
dreifiveitu til að fá upplýsingar um tengikostnað og tengiskilmála áður en lagt er í veru-
legan kostnað, en samrekstur getur ekki hafist fyrr en virkjun stenst allar kröfur. Tengja
verður virkjun við þrífasa dreifikerfi með flutningsgetu (skammhlaupsafl) sem annar
virkjuninni. Víða er langt í þrífasa dreifikerfi með nægri flutningsgetu og kostnaður við
tengingu getur gert virkjunarkosti óraunhæfa.
Vegna samreksturs hefur RARIK lagt áherslu á að virkjanir undir 50 kW séu ósamfasa, en
virkjanir yfir 100 kW séu samfasa. Ennfremur að samfasa virkjanir séu búnar fyrir
eyjarekstur (þ.e. rekstur ótengdan dreifikerfi) og sjálfvirkum samfösunarbúnaði, auk þess
að þær séu búnar varnarbúnaði sem tryggi rof frá dreifikerfi við bilanir. Dreifveitan
annast mælingar og framkvæmdir sem snúa að dreifikerfinu, en miðað er við að dreifi-
kerfið nái að háspennuhlið vélarspennis.
Nýjar höfuðstöðvar RARIK
Á síðasta ári flutti RARIK aðalskrifstofur sínar frá gömlu húsnæði við Hlemm í nýtt hús-
næði við Bíldshöfða 9. Þar eru dótturfyrirtæki RARIK; Orkusalan ehf. og RARIK
Orkuþróun ehf. einnig til húsa.
Félagsmál Vff/TFl
1 3 1