Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 134
,
FLUGMÁLASTJÓRN ÍSLANDS
lcelandic Civil Aviation Administration
FLUG O G UMHVERFISMÁL
m
Pétur K. Maack lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði frá H( 1968, prófi í véla- og rekstrarverkfræði frá DTH 1972 og hlaut Ph.D.
gráðu í rekstrarverkfræði frá sama skóla 1975. Hann starfaði hjá Iðnþróunarstofnun (slands 1975, varð dósent við
Háskóla (slands sama ár og prófessor 1986. Hann var framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar (slands frá
1997 þar til hann tók við starfi flugmálastjóra Islands 1.janúar 2007. Pétur var formaður VFÍ1985-1986 og var veitt
gullmerki félagsins árið 2000. Hann er heiðursfélagi í Gæðastjórnunarfélagi (slands, 1999.
Sveinn V. Ólafsson er stúdent frá MS 1982. Hann lauk prófi í vélaverkfræði frá H( 1986, M.Sc. í flugvélaverkfræði frá
VirginiaTech 1988 og M.Sc.í rekstrarverkfræði frá sama skóla 1990.Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Verk- og kerf-
isfræðistofunni hf. 1990-1993, hjá Háskóla Islands 1993-1994, gæðastjóri hjá Bakkavör hf. 1994-1996, verkefnisstjóri
hjá Rannsóknarþjónustu Háskóla Islands 1996-1997 og verkefnisstjóri gæðastjórnunar og véltækni hjá Staðlaráði
(slands 1997-2005. Sveinn hefur starfað sem verkfræðingur á flugöryggissviði Flugmálastjórnar Islands frá 2005 og
veitir nú vottunar- og greiningarstofu stofnunarinnar forstöðu.
Flugmálastjórn íslands
Flugmálastjórn íslands annast stjórnsýslu, vottun og eftirlit með hvers konar flugstarf-
semi. Það á meðal annars við tómstundaflug eins og fisflug, einkaflug, kennslu, þjálfun,
rekstur viðhaldsstöðva og starfsemi flugfélaga. Ennfremur tilnefnir stofnunin og vottar
aðila til að annast flugleiðsögu og rekstur flugvalla og fer með ráðstöfun loftrýmis hvort
sem er til almenns flugs, fallhlífarstökks eða heræfinga. Verkefni sem varðar umhverfis-
mál verða væntanlega meira áberandi í starfsemi stofnunarinnar þegar úthlutun og
verslun með útblásturskvóta verður tekin upp, líklegast frá og með árinu 2012. í þessari
grein verður reynt að varpa nokkru Ijósi á þróun umhverfismála í flugi hérlendis.
Umhverfismál í flugi
Áhersla á umhverfismál verður sífellt meiri á öllum sviðum þjóðfélagsins. Flugið er þar
engin undantekning og síðustu áratugi hafa orðið stórstígar framfarir sem dregið hafa
verulega úr umhverfisáhrifum loftfara. í aðalatriðum má skipta umhverfismálum í flugi
í tvennt, annars vegar útblástur (emission) og hins vegar hljóðstyrk (noise).
132 Arbók VFl/TFl 2008
J