Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 143
Nýsköpunarmiðstöð
íslands
Þorsteinn Ingi Sigfússon er fæddur I Vestmannaeyjum 1954. Hann nam eðlisfræði í Kaupmannahöfn og Cambridge og
lauk doktorsprófi frá Cambridgeháskóla 1983. Hann varð prófessor við Háskóla Islands 1989 og er enn. Sérsvið hans er
eðlisfræði þéttefnis, einkum málmarog melmi.auk orku.
Þorsteinn varð fyrsti forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Islands frá stofnun hennar 1. ágúst 2007. Hann hefur verið mikil-
virkur (rannsóknum á málmum og melmum.tæknilegri eðlisfræði og orku.einkum endurnýjanlegri orku og orku-
berum. Hann hefur staðið að stofnun fjölmargra sprotafyrirtækja. Þorsteinn hefur verið formaður RANNlS, formaður
stjórnar Raunvísindastofnunar.framkvæmdastjóri Verkfræðistofnunar og formaður stjórnar I mörgum fyrirtækjum.Við
stofnun IPHE, International Partnership for the Hydrogen Economy I Washington 2003 varð Þorsteinn kjörinn annar
formanna Framkvæmdanefndar. Hann hefur átt sæti í fjölmörgum nefndum I Brussel og er nú meðlimur I Advisory
Council I Brussel á sviði vetnis- og efnarafala.
Eftir Þorstein liggja fjölmargar vísinda- og tæknigreinar auk bóka.Á þessu ári kom út I Oxford bókin Planet Hydrogen,
the Taming ofthe Proton, sem samtímis kom út á íslensku undir heitinu Dögun vetnisaldar, róteindin tamin, sem gefin
var út af Hinu íslenska bókmenntafélagi.
Þorsteinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferli sínum. Á námsárunum (Cambridge hlaut hann Clerk-Maxwell
verðlaunastyrk háskólans og var kjörinn Research Fellow við Darwin College (Cambridge. Riddarakross hinnar (slensku
Fálkaorðu hlaut hann 2004 fyrir rannsóknir og tengsl atvinnulífs og rannsókna. I kjölfar tilnefningar Rússnesku vísinda-
akademíunnar hlaut Þorsteinn Alheimsorkuverðlaunin, Global Energy Prize, sem veitt voru honum af Vladimir Putin
forseta Rússlands,(St.Pétursborg 2007.
Eitt af nýmælum á sviði rannsókna og þróunar á íslandi um miðjan fyrsta áratug nýs
arþúsunds voru lög sem leiddu til stofnunar nýrrar stjórneiningar, Nýsköpunar-
miðstöðvar íslands. Miðstöðin var stofnuð 1. ágúst 2007 þegar Iðntæknistofnun og Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinuðust. Miðstöðin heyrir undir iðnaðar-
ráðuneytið og starfar eftir lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun
og atvinnuþróun (nr. 75/2007).
l yrsti forstjóri hinnar nýju miðstöðvar boðaði strax nýja sýn á starfið framundan. Skerpa
skyldi enn frekar tengslin við frumherja og atvinnulíf og fyrirtæki landsins. Þá myndu
stúdentar í rannsóknanámi skipa sérlega mikilvægan sess í nýrri stofnun sem teygja
myndi anga sína enn frekar til hins alþjóðlega rannsóknaumhverfis.
Itarlegri stefnumótun var lokið á síðustu mánuðum stofnársins. Þar var beitt sérstakri
sviðsmyndagerð (e. scenario analysis) sem rutt hefur sér til rúms víða um heim. Sterkur
þáttur í þeirri virtnu var að fá til liðs við stofnunina alls um eitt hundrað einstaklinga á
ýmsum stigum íslensks þjóðfélags en við það styrktust tengsl Nýsköpunarmiðstöðvar
við íslensku þjóðina og íslenskt atvinnulíf.
Félagsmál V F ( / T F I i 141