Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 145
NMÍ Tækni
Helstu verkefni NMÍ Tækni eru hagnýtar rannsóknir fyrir atvinnulífið, grunnrartnsóknir
á kjarnasviðum og ráðgjöf, tækniyfirfærsla og fræðsla.
Byggingarannsóknir
Steinsteypa
Sagan geymir glæstan feril íslenskra verkfræðinga og afreka þeirra á síðustu öld. Rann-
sóknir á sviði steinsteypu eru stór þáttur í starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Islands sem
fetar þannig í fótspor sögunnar. Steinsteypudeildin er í samstarfi við helstu frarn-
leiðendur steinsteypu, sements, íblöndunar- og fylliefna í heiminum. Stefnt er á frekari
útrás á næstu misserum undir merkjum ICI RheoCenter, Öndvegisseturs Nýsköpunar-
miðstöðvar í sementsbundnum efnum. Öndvegissetrið sérhæfir sig í flotfræði sements-
bundinna efna og býr yfir sérfræðiþekkingu og tækjabúnaði á þessu sviði sem fáir aðrir
geta státað sig af.
Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að heimsráðstefnan Our World in Concrete and
Structures í Singapore árið 2011 verður helguð Ólafi H. Wallevik prófessor og forstöðu-
manni deildarinnar og grunnrannsókna við NMI.
Starfsemi steinsteypudeildarinnar má skipta í rannsókna- og þróunarverkefni, prófana-
þjónustu, ráðgjöf varðandi endingu, viðhald og viðgerðir og gæðaeftirlit. Rannsókna- og
þróunarstarfið er kostað af rannsóknasjóðum og viðskiptavinum um heim allan. Meðal
rannsóknarverkefna má nefna nýsköpun, þar á meðal sjálfútleggjandi steinsteypu,
umhverfisvæna steinsteypa, íblöndunarefni og þróun á mælitækjum, auk rannsókna á
endingu og gæðum steypu.
Nokkur fjöldi erlendra stúdenta stundar doktors- og meistaranám við steinsteypudeild.
Forstöðumaður er sem fyrr segir prófessor Ólafur Wallevik, sem er jafnframt forstöðu-
maður grunnrannsókna á Nýsköpunarmiðstöð Islands.
Byggingatækni
Starfssvið byggingatæknideildar spannar flest þau viðfangsefni sem varða bygginga-
tækni og byggingarefni. Jarðefni, lagnir og steypa eru þó undanskilin (sjá steinsteypu og
veg- og jarðtækni). Helstu fagsvið eru burðarþol, efnistækni, húsbyggingatækni,
hljóðtækni og yfirborðsmeðhöndlun. Verkefni deildarinnar eru mjög fjölbreytt og er
ýmsum aðferðum beitt við úrlausn þeirra, s.s. fræðilegum aðferðum, prófunum á rann-
sóknastofu, ástandskönnunum og framleiðslueftirliti. Á meðal rannsóknarverkefna má
nefna vistvænt val í hönnun, orku og sjálfbærar byggingar, gæði íslenskra þaka og
glerjuð rými. Einnig eru árlega gerðar fjöldi þjónusturannsókna, bæði prófanir í sér-
hæfðum tækjabúnaði á rannsóknarstofu og margvíslegar mælingar á vettvangi.
Forstöðumaður byggingartækni er Jón Sigurjónsson.
Veg- og jarðtækni
Hlutverk veg- og jarðtæknideildar er að þjónusta viðskiptavini með prófunum og
upplýsingagjöf, sinna rannsóknum á jarð- og steinefnum til notkunar í ýmis mannsvirki
svo sem jarðvegsfyllingar, vegi og steinsteypu, og huga að hugsanlegri endumýtingu
efna úr byggingum.
Meðal viðskiptavina deildarinnar eru Vegagerðin, ýmsir fylliefnaframleiðendur, sveitar-
félög og verktakar. Verkefni deildarinnar felast meðal annars í prófunum sem tengjast
Félagsmál Vfl/TFÍ i 143