Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 146
eftirliti með framkvæmdum, ýmsum forprófunum á efnum og þróun á prófunar-
aðferðum.
Nýsköpunarmiðstöð hefur nú eflt rannsóknir á malbiki með kaupum á sérstöku „wheel
tracking" prófunartæki sem mælir skrið í malbiki og vonast er til að þessar rannsóknir
efli enn frekar bæði deildina og stofnunina í heild.
Forstöðumaður veg- og jarðtækni er Pétur Pétursson.
Byggingarannsóknastofa
Byggingarannsóknarstofa sinnir þjónustuverkefnum og verklegum hluta rannsókna-
verkefna. A rannsóknastofunni fara fram prófanir á ýmsum byggingarefnum. Aðallega er
um að ræða prófanir á sviði steinsteyputækni, húsbyggingatækni, vegtækni og
jarðfræði/jarðtækni. Innan húsbyggingatækninnar er einnig stórt sérrými fyrir hljóð-
mælingar.
Mikið er um að prófanir séu staðlaðar og framkvæmdar með sérbyggðum tækjum, en
einnig er töluvert um óstöðluð próf. Staðlaðar prófanir eru helst framkvæmdar á jarð-
efnum, steinsteypu, malbiki, steypustyrktarstáli, stálfestingum, einangrun og gluggum.
Þó flestar prófanir fari fram innandyra á rannsóknastofu er nokkuð um mælingar og
prófanir á byggingarstað. Má þar helst nefna þjöppunarmælingar á fyllingum undir
mannvirki, töku sýna úr steinsteypu, hvers konar ástandsmat mannvirkja o.fl.
Verkstjóri á byggingarannsóknastofu er Hafsteinn Hilmarsson.
Vottun
Nýsköpunarmiðstöð íslands vottar byggingarvörur eða veitir umsögn um þær skv.
ákvæðum í lögum og reglugerðum. I ákvæðunum kemur fram að byggingavörur skuli
hafa vottun eða umsögn um að þær uppfylli kröfur byggingarreglugerðar, standist staðla
og falli að verklagi og séríslenskum aðstæðum, og er slíkt forsenda fyrir markaðssetn-
ingu. Húseiningar flokkast sem byggingavörur og sérhvert einingahús skal bera vottun.
Vottunarstjóri er Rögnvaldur S. Gíslason. í september 2008 var haldin ráðstefna um lofts-
lagsbreytingar og mannvirki sem tryggingafélagið Sjóvá studdi og Nýsköpunarmiðstöð
íslands var skipuleggjandi að. Þar fluttu erlendir sérfræðingar frá Bretlandi og Sviss
erindi um efnið, en Rögnvaldur S. Gíslason flutti erindi fyrir hönd samstarfshóps við
NMÍ þar sem tekið var saman það helsta um áhrif loftslagsbreytinga á mannvirki sem er
að verða eitt af sérhæfingarsviðum NMÍ.
Tæknirannsóknir
Steinsnar frá Vesturholti er komið að Austurholti en þar er starfsemi Impru, hinn hluti
NMI Tækni (efnis-, líftækni og orka) og stoðþjónusta.
Efni, liftækni og orka
Megináhersla efnis-, líftækni- og orkudeildar eru rannsóknaverkefni sem eflt geta
þekkingu og færni íslensks samfélags. Aherslusvið deildarinnar eru orkutækni, efnis-
tækni, orkulíftækni og umhverfistækni, heilbrigðistækni og örtækni. Auk rannsóknar-
verkefna sinnir deildin prófunum, tjónagreiningum og eftirliti á sviði efnis- og fram-
leiðslutækni og veitir ráðgjöf og fræðslu fyrir einstaklinga og atvinnulíf.
Athyglisvert verkefni á sviði fiskveiða hefur verið þróað á deildinni í samráði við
Hafrannsóknastofnun. Urinið hefur verið að prófun þessarar tækni á ísafirði.
144 I Árbók VFl/TFl 2008