Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 148
Efnagreiningarstofa
Efnagreiningarstofa sinnir almennum efnamælingum tengdum iðnaði og landbúnaði og
mælingum tengdum umhverfisvöktun. Einnig eru stundaðar rannsóknir, meðal annars á
sviði snefilefnagreininga, umhverfismála og efnaferla og veitt er ráðgjöf um efnagrein-
ingar og umhverfis- og mengunarmælingar.
Forstöðumaður er Hermann Þórðarson.
NMÍ Impra
NMI Impra, sem í daglegu tali er kölluð Impra á Nýsköpunarmiðstöð, er eins konar
„viðskiptamiðstöð" (business centre) Nýsköpunarmiðstöðvar. Impra veitir öfluga stuðn-
ingsþjónustu og sinnir þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Skrifstofur
Impru eru í Reykjavík, á Akureyri, ísafirði, Höfn í Hornafirði og í Vestmannaeyjum og nú
eru í undirbúningi skrifstofur á Sauðárkróki, Húsavík og Egilsstöðum.
Hjá Impru er á einum stað hægt að leita aðstoðar um allt sem viðkemur viðskiptahug-
myndum og almennum rekstri fyrirtækja. Impra fylgist náið með því sem er að gerast
fyrir frumkvöðla, innanlands og utan. Árlega veitir Impra rúmlega 5000 endurgjaldslaus
handleiðsluviðtöl. Deildin hefur umsjón með styrkjum og stuðningsverkefnum, býður
upp á ýmis námskeið á sviði stjórnunar, nýsköpunar og þjónustu, gefur út fræðsluefni og
veitir fyrirtækjum, háskólum og rannsóknastofnunum aðstoð við að finna samstarfsaðila
í Evrópu. Jafnframt er Impra ráðgjafi stjórnvalda um stuðningsaðgerðir við nýsköpun og
bætt rekstrarskilyrði lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Frumkuöðlasetur
Impra starfrækir nú þrjú frumkvöðlasetur þar sem frumkvöðlar og fyrirtæki fá aðstöðu
og stuðning. Meginaðsetur fumkvöðlasetra er á Keldnaholti þar sem um tylft fyrirtækja
hefur aðsetur en á árinu 2008 bættist við frumkvöðlasetur á Höfn og á Keilissvæðinu í
Eldey, fyrrverandi aðsetri verkfræðideildar bandaríska hersins þar sem ein átta fyrirtæki
hafa aðsetur þegar þetta er ritað. Rekstrarstjóri Frumkvöðlasetra er Sigríður
Ingvarsdóttir, en hún er einnig framkvæmdastjóri á Nýsköpunarmiðstöð.
Brautargengi
Impra gegnir mikilvægu hlutverki í eflingu þátttöku kvenna í atvinnulífinu og er aðsetur
tengiliðar Félags kvenna í atvinnurekstri. Á árinu 2008 var haldið sérstaklega upp á tíu
ára afmæli Brautargengis sem er námskeið fyrir konur sem vilja stofna eða reka fyrirtæki.
Brautargengi hefur hlotið gríðarlegar vinsældir og skilað mjög athyglisverðum árangri,
en um 700 konur hafa lokið Brautargengi. Kannanir sem gerðar hafa verið um árangur
Brautargengis sýna að um helmingur kvenna sem tekið hafa þátt í námskeiðinu er með
fyrirtæki í rekstri. Um 330 Brautargengisfyrirtæki eru starfandi á landinu í dag, 200 á
höfuðborgarsvæðinu og 130 á landsbyggðinni, en þessi árangur sýnir að Brautargengi er
mikill drifkraftur í atvinnumálum kvenna á Islandi. Viðskiptahugmyndir kvennanna í
Brautargengi eru fjölbreyttar, allt frá snyrtivöru, hönnun og ferðaþjónustu til hugbún-
aðarfyrirtækis, hótelreksturs og líkamsræktarstöðva.
Forstöðumaður Impru er Berlind Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri.
146| Arbók VFl/TFl 2008