Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 151
viðskiptavina. Þar eru helstir rafverktakar
og rafvirkjar, rafhönnuðir, arkitektar, innan-
húshönnuðir og iðnhönnuðir en einnig eru
ýmis stórfyrirtæki í hópi viðskiptavina.
Meðal helstu birgja S. Guðjónssonar má
nefna GIRA, sem er leiðandi fyrirtæki í raf-
búnaðarlausnum, og er eitt af aðalsmerkjum
fyrirtækisins í dag. Hjá GIRA eru hönnun,
gæði, þjónusta og útlit sett í fyrsta sæti.
Aðrir birgjar sem vert er að nefna eru
Mennekes sem framleiðir hágæða CEE-
búnað, Wago- tengibúnað, Brand-Rex
fjarskiptalausnir, GE Power Controls, PM-
Flex raflagnabarka, Beghelli-neyðarljós, og
lýsingarbúnað frá Concord, Modular, Kreon,
Regent og Disano ásamt fjölda annarra
smærri birgja. S. Guðjónsson hefur einnig
umboð fyrir loftakerfi frá belgíska fyrirtæk- I Auðbrekka9-n.
inu Vektron.
Metnaðarfull verkefni
S. Guðjónsson hefur átt aðild að byggingu margra af stærstu byggingum landsins. Sem
dæmi um verkefni sem fyrirtækið hefur tekið þátt í síðastliðin ár, í árangursríku samstarfi
við fjölda rafverktaka, raflrönnuði og arkitekta, má nefna Bláa lónið, Hitaveitu
Suðurnesja, Listasafn Reykjavíkur, Olíshúsið, Hæstarétt, Gerðarsafn, íslenska erfða-
greiningu, Nordica Hotel, Hellisheiðarvirkjun, Reyðarál, Kárahnjúkavirkjun, Smáralind
og nú nýlega Smáratorg 3 (Smáraturn) og fyrirhugaðar byggingar í Höfðatúni, svonefnt
Höfðatorg.
Timamót
I febrúar 2006 urðu stór tímamót í sögu fyrirtækisins. Þá var það selt úr eigu fjölskyldu
stofnandans, Sigurðar Guðjónssonar, og lauk þar með tæplega 50 ára fjölskyldusögu
þess. Kaupandi fyrirtækisins var eignarhaldsfélagið AKSO sem er í eigu Boga Þórs
Siguroddssonar og konu hans Lindu Bjarkar Ólafsdóttur. AKSO ehf. á einnig þrjú önnur
fyrirtæki sem öll starfa á sviði innflutnings en þau eru Sindri, Johan Rönning og Hebron.
I kjölfar ýmissa breytinga innan S. Guðjónssonar var ákveðið í framhaldinu að skipta upp
starfsemi fyrirtækisins. Annars vegar er þjónusta við fagaðila sem er í Auðbrekku 9-11 og
svo hins vegar er þjónusta við neytendur. Neytendaverslun var opnuð á vormánuðum
2007 í Hlíðasmára 1 í Kópavogi og nefnist sú verslun Prodomo. Þar er að finna mikið
úrval rafbúnaðar og lýsingar fyrir heimili.
Félagsmál Vfl/TFl i 149