Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 153
fötlun. í þessari grein lýsum við ýmsum tegundum fötlunar og hversu algeng fötlun er.
Við sýnum niðurstöður úr viðtölum við fólk með mismunandi fötlun, lýsum ýmsum
öryggisaðgerðum sem hægt er að grípa til ásamt sérstökum vandamálum og lausnum
þeirra. Sérstaklega er bent á tvö leiðbeiningarrit um þetta málefni; sænska ritið
„Utrymning för alla, byggnader med kulturvárden" [1] og íslensku handbókina
„Aðgengi fyrir alla" [2]. Einnig er bent á góða yfirlitsgrein um efnið sem birtist í tímariti
byggingarverkfræðinema [3].
I þessari grein er fjallað um hvernig góð hönnun tekur mið af hópum með skerta færni
vegna líkamlegrar, andlegrar eða félagslegrar röskunar, t.d. fólki með hreyfihömlun,
sjónskerðingu, heyrnarskerðingu, þroskaskerðingu eða með astma og ofnæmi. Þessi mál
taka einnig til eldra fólks sem verður fyrir ýmissi fötlun einmitt vegna aldurs, til dæmis
svo verulega minnkuðum styrk í höndum að erfitt er að opna hurðir.
Það er mikilvægt að benda rækilega á að ef rýmingarleiðir úr byggingum eru auðveld-
aðar fyrir fólk með ofangreinda fötlun eykur það öryggi fyrir alla aðra íbúa bygginganna.
Af eðlilegum orsökum hafa þessi málefni komið til aukinnar umræðu, meðal annars
vegna þess að hópur eldri borgara í þjóðfélaginu hefur farið mjög stækkandi undanfarin
ár. En þessi sístækkandi hópur er samt við tiltölulega góða heilsu. Þessir borgarar ferðast
um allt þjóðfélagið og eru virkir í að setja fram kröfur fyrir sinn hagsmunahóp. Einnig má
nefna að árið 1993 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 22 meginreglur um
jafnrétti fatlaðs fólks á við aðra þegna og eru þar sérstök ákvæði um aðgengi að bygg-
ingum. Bæði Svíþjóð og ísland eru aðilar að samþykktinni.
Áætlað er að minnst tíu hundraðshlutar íbúa þjóðfélagsins hafi hreyfihamlanir og ýmsa
annars konar fötlun. Til viðbótar kemur svo stór hópur sem hefur skerta hreyfigetu vegna
aldurs og tímabundinnar hreyfiskerðinga, t.d. vegna slysa eða einfaldlega fólk með börn
í barnavögnum og ófrískar konur.
Almennt má segja að þessar mismunandi hamlanir séu af völdum skertrar færni vegna
líkamlegrar, andlegrar eða félagslegrar röskunar, t.d. fólk með hreyfihömlun, sjónskerð-
ingu, heyrnarskerðingu, þroskaskerðingu eða með astma og ofnæmi. Skertur hæfileiki til
ratvísi, til að átta sig á áttum og leiðum getur til dæmis verið vegna sjónskerðingar,
skertrar heyrnar, þroskahömlunar eða heilaskaða. I Svíþjóð eru tíu hundraðshlutar (10%)
íbúa landsins með skerta heyrn. Meira en 5% eru hreyfihamlaðir og þar af notar 1%
hjólastól. Að minnsta kosti 2% hafa svo skerta hreyfigetu í handleggjum og höndum að
það hefur áhrif á daglegt líf þeirra. Um það bil 2% af íbúum Svíþjóðar hafa skerta sjón og
um það bil þrettán þúsund eru blindir. Hér ber að bæta því við að 5% íbúanna eru eldri
en 80 ára og sá hluti fer stækkandi. Eldri borgarar geta líka verið með fleiri en eina tegund
af hreyfihömlunum, svo sem til dæmis lélega sjón, skerta heyrn og gigt. Svipaðar tölur
gilda fyrir ísland, en nefna má að rúmlega 10% af íbúum íslands eru 67 ára og eldri.
Vísindalegar rannsóknir á hátterni og hegðun
Fyrir nokkru var í Svíþjóð hleypt af stokkunum stóru vísindalegu rannsóknarverkefni á
hegðun og hátterni fatlaðra með sérstöku tilliti til brunavarna. Helsti tilgangur verk-
efnisins var að taka saman stöðu þekkingar varðandi rýmingu bygginga með áherslu á
þarfir fólks með ýmsar hamlanir. Verkefnið var unnið með því að setja á fót sérstaka
umræðuhópa með þáttöku margra mismunandi aðila þar sem málefnið var rætt.
Ekki hafa verið unnar miklar rannsóknir á þessu sviði áður, en fjórir mismunandi
umræðuhópar voru settir á fót þannig að fólk með sömu fötlun var í sama hóp. Hóparnir
fjórir voru þannig skipaðir; fólk með með takmarkaða hreyfihömlun (þ.e. þurfa ekki
hjólastól), fólk sem þarf hjólastóla, sjónskertir og heyrnarskertir.
Félagsmál V f I / T F I i 1 5 1