Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 155
I ofangreindri skýrslu Umboðsmanns fatlaðra í Svíþjóð er kveðið á um að allar stofnanir
•'íkisins skuli setja fram framkvæmdaáætlun sem tryggir öruggar rýmingarleiðir. Á
þennan hátt skal ríkið ganga fram fyrir skjöldu í þessum málum og þannig er vonast til
að aðrir aðilar fylgi eftir góðu fordæmi.
Urbætur í aðgengi, skipt í þrjú stig rýmingaröryggis
Það að breyta og aðlaga rýmingarleiðir í tilteknum byggingum þannig að fólk með ýmsa
tegund fötlunar geti nýtt þessar leiðir út úr byggingunum getur verið mjög umfangsmikil
vmna. I slíkum verkefnum verður því að ákveða, þegar á frumstigum verksins, hvaða
stig af rýmingaröryggi skuli stefnt að á hverju framkvæmdastigi. Það sem hefur úrslita-
ahrif á að hvaða marki hægt er að gera bygginguna hæfari til rýmingar er hvernig bygg-
jngin er byggð og formuð, hvaða forsendur eru til breytinga í átt að betra rýmingar-
oryggi/ hversu margir fatlaðir einstaklingar komi til með að búa í húsnæðinu og hvaða
tegund fötlunar viðkomandi einstaklingar hafi. Niðurstöður rannsóknarverkefnisins sem
fjallað er um hér ofan bentu á að skilgreina mætti þrjú stig rýmingaröryggis, stigskipt
samkvæmt því hversu víðtækar breytingar þyrfti að gera í þeirri byggingu sem um væri
að ræða í hverju tilfelli.
1- Merkingar, kantar og þröskuldar: Þetta er fyrsta eða lægsta stig aðlögunar fyrir fatl-
aða sem ætti að vera tiltölulega einfalt að framkvæma í flestum gerðum húsbygg-
inga. Þetta aðlögunarstig varðar meðal annars bætta merkingu skilta sem sýna þá
rýmingarleið sem best hentar fólki með einhverja fötlun. Gerð hefur verið tillaga um
hvernig skilti til þessarar notkunar skuli vera. Slík skilti eru nú þegar í notkun í
mörgum byggingum í Svíþjóð. Þröskuldar eru algeng hindrun sem auðvelt er að
bæta úr með því að nota svokölluð rennibretti eða plötuþröskulda.
2. Orugg rýmingarsvæði og aukin brunahólfun: Það að útbúa örugg rýmingarsvæði
ætti ekki að vera stórt vandamál í venjulegum byggingum. Aðalatriðið er að bruna-
hólfun byggingar sé skynsamleg ásamt því að sett sé upp gott brunaviðvörunarkerfi,
sem gera fötluðu fólki mögulegt að færa sig
sjálft til annars brunahólfs eða að færa sig til
annars aðskilins uppgangs byggingarinnar.
Seinni kosturinn er oft sá betri, þar sem það er
auðveldara að gera vart við sig þar og sjást og
fá aðstoð. Þetta stig 2 ber svo að samhæfa ein-
hvers konar viðvörunarsíma, svo að sá sem er í
neyð og þarfnast hjálpar nái sambandi við
björgunarþjónustu, slökkvilið, öryggisvörslu
eða húsvörð. Þar sem stigagangar húsa eru
yfirleitt hugsaðir sem rýmingarleið fyrir aðra
uppganga eða hluta hússins er mjög mikilvægt
að formun stigahússins, stærð þess og mál sé
nægileg til að stigapallurinn geta þjónað þess-
um tilgangi og að stigapallurinn sé nægilega
stór og breiður. Þannig verða stigapallar milli
hæða að vera nægilega breiðir og stórir til að
geta verið nokkurs konar „biðstöð" fyrir t.d.
hjólastóla og tröppurnar sjálfar eða stiginn
sjálfur verður að vera nægilega breiður til að
rýma hjólastól og tvo slökkviliðsmenn hlið við
hlið (sjá Mynd 1). Þessi hönnunarleið er æ meir
notuð í nýþyggingum í Svíþjóð.
Mynd l.Dæmi um útfærslu á öruggu svæði.
L
Félagsmál Vfl/TFl i 153