Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Qupperneq 156
3. Öryggislyfta: Helsti ókosturinn við örugg rýmingarsvæði fyrir fatlaða er auðvitað sa
að hinn fatlaði verður samt sem áður að fá hjálp við að komast frá hinu örugga
rýmingasvæði og út úr byggingunni. Ein af niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar 1
Svíþjóð og þeirra viðræðna sem fóru fram við hina ýmsu hópa fatlaðra, var að fólk
háð hjólastólum treystir því ekki að aðrir komi þeim til hjálpar og þeim finnst þeir
því ekki öruggir um að komast út úr húsi í neyðartilviki. Þriðja og hæsta stig rým-
ingaröryggis fyrir fatlaða er því að koma upp sérstakri öryggislyftu. Slík lyfta verður
að vera sérstaklega sniðin að og hönnuð fyrir þetta hlutverk, sem innifelur meðal
annars að lyftunni sé séð fyrir öruggri raforku, yfirþrýstingi í lyftustokki ásamt
sérstökum stjórntækjum, reykskynjurum og viðvörunarkerfum sem gerir að verkum
að lyftan geti ekki stöðvað á hæð þar sem skynjaramir finna reyk. Það er líka mikil-
vægt að lyftan opnist á svæði þar sem auðvelt er að komast úr lyftunni og inn á
öruggt svæði þar sem til staðar eru viðvörunarsímar, bæði í lyftuhúsinu og við
innganga í lyftuna á hverri hæð. Þar sem þessi lausn er flóknari og dýrari heldur en
að notast við „örugg rýmingarsvæði" (sjá stig 2), þá hafa sérstakar öryggislyftur ekki
verið settar upp í mörgum byggingum enn sem komið er. Það eru þó um tíu bygg-
ingar í Svíþjóð þar sem byggingaraðilarinir hafa álitið málið það mikilvægt að þetta
þriðja og hæsta rýmingaröryggis hefur verið framkvæmt. Þar á meðal er til dæmis
sænska þinghúsið. Á íslandi má nefna að slíkar lyftur voru settar upp í Turninum í
Kópavogi. Fasteignastofnun sænska ríkisins (Statens fastighetsverk) hefur sett fram
leiðbeiningablað með tæknilýsingum um framkvæmd og uppsetningu á öryggis-
lyftum og til er Evrópustaðall sem gildir á íslandi og er notaður hér á landi um slíkar
lyftur.
Lokaorð
Helsti tilgangur þessarar stuttu greinar er að sýna fram á að hönnuðir og eigendur bygg-
inga geta ekki lengur horft framhjá öryggi rýmingarleiða fyrir hinn sístækkandi hóp
þeirra sem á einhvern hátt eru fatlaðir. Einnig er ljóst að verið er að vinna að því að auka
þekkingu á fjölda sviða sem þessu tengjast. Það eru fyrst og fremst öryggisráðgjafar í
brunavörnum og þeir sem eru ábyrgir fyrir aðgengi og rýmingarleiðum bygginga, sem
ber að reka þessi mál áfram gagnvart þyggingaraðilum og öðrum áhrifaaðilum innan
byggingargeirans.
Heimildir og tilvisanir
[1 ] Utrymning för alla, byggnader med kulturvarden, Staffan Bengtson, Elena Siré och Lena Kecklund, Svensk byggtjanst,
Raddningsverket, 2006.
[2] „Aðgengi fyrir alla", Jón Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson, Anne Grethe Hansen, Björk Pálsdóttir, Carl Brand, Ólöf
Ríkarðsdóttir, Þorgeir Jónsson, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins,2005.
[3] „Frágengi fyrir alla", Böðvar Tómasson, Árni Árnason, Upp í vindinn, tímarit byggingarverkfræðinema við Háskóla
íslands, 2007.
1 5 4
Árbók VFl/TFl 2008
J