Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 162
tengja saman að- og fráreinar annars vegar og þverveg undir brautina hins vegar. Byggð
er ein brú í hvorri akbraut, þ.e. tvær á hverjum gatnamótum.
1. áfangi. Hvassahraun - Strandarheiði
Framkvæmdir við þennan fyrsta áfanga hófust 11. janúar 2003
og lauk í október 2004. Mörk verkframkvæmdar voru annars
vegar við mörk Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps
og hins vegar um 3 km austan Vogavegar. Samtals um 12,1
km, þar með talinn fléttukafli við báða enda.
f framkvæmdinni fólst gerð nýrrar tveggja akreina akbrautar,
gerð tvennra mislægra gatnamóta, færsla á Vatnsleysu-
strandarvegi, gerð um 1 km malarvegar í átt að Höskuldar-
völlum og lagfæring á öryggissvæði með núverandi akbraut.
Útboð fór fram á haustdögum 2002 og var þá boðinn út 8,6 km
kafli. Lægsta tilboð áttu Háfell ehf., Jarðvélar ehf. og Eykt ehf.
Samningur var undirritaður í byrjun desember 2002 og fram-
kvæmdir hófust 11. janúar 2003. Vegna hagstæðs tilboðs og
hagstæðra aðstæðna við efnisvinnslu var ákveðið að semja við
verktakann um 3,5 km viðbót við verkið þannig að alls er
þessi áfangi 12,1 km.
2. áfangi. Strandarheiði - Njarðvík
Þessi áfangi hefst þar sem fyrsta áfanga sleppir um 3 km austan við vegamót við Voga og
nær að Fitjum í Njarðvík, Reykjanesbæ. Alls 12,8 km með fléttusvæði við Fitjar. I
upphaflegu útboði var gert ráð fyrir þrennum mislægum gatnamótum, þ.e. við Vogaveg,
Grindavíkurveg og við Njarðvík. Einnig eru tvær brýr yfir Skógfellaveg. Með í útboðinu
var endurbygging á Grindavíkurvegi á um 600 m kafla og lagfæringar á öryggissvæðum
með eldri akbraut. A verktíma bættust við ein mislæg gatnamót við nýtt hverfi í
Reykjanesbæ, Stapahverfi.
Verkið var boðið út í september 2005 og miðað við verklok í
júní 2008. í útboðinu voru ákvæði um flýtifé til verktaka ef
tækist að ljúka verkinu fyrir 1. október 2007. Samið var við
lægstbjóðanda, Jarðvélar ehf. og framkvæmdir hófust í janúar
2007. Úndirverktaki Jarðvéla við brúarsmíði var Eykt ehf.
Á miðju ári 2007 fór að bera á erfiðleikum hjá Jarðvélum ehf.
og fór svo að fyrirtækið sagði sig frá verkinu í desember 2007
og fór í gjaldþrot skömmu síðar.
Það sem eftir stóð af framkvæmdinni var boðið út að nýju
vorið 2008, þó að undanskilinni brúarsmíði en samið var við
fyrri undirverktaka Jarðvéla, Eykt ehf., um að Ijúka smíði
þeirra tveggja brúa sem eftir var að byggja. Samið var við
ISTAK hf. um að ljúka verkinu og hófu þeir framkvæmdir í
byrjun maí. I útboðsgögnum er skilyrt að umferð verði komin
á allt mannvirkið um miðjan október 2008 en vegna tafa við
gerð verksamnings var sá tími lengdur til 1. nóvember 2008
þannig að verkið er um tveimur vikum á undan áætlun. Ýmis
frágangsvinna utan vega er eftir og einnig tenging við Stapa-
hverfi. Endanleg verklok eru áætluð skv. útboðsgögnum þann
31. maí 2009.
/■ \
Helstu hönnuðir og ráðgjafar
Hönnun hf. Umhverfismat, frumdrög
Hnit hf., verkfræðistofa Aðalráðgjafi, veghönnun
Fjölhönnun ehf. Brúarhönnun, veghönnun
Rafteikning hf. Lýsing,
Arkþing Útlit brúa
Landslag ehf. Landslagsmótun
Stuðull ehf. Jarðfræðiathuganir
Vinnustofan Þverá ehf. Umferðartækni,
merkingar
Aðalverktakar
(STAK hf. Jarðvinna
Jarðvélar ehf. Jarðvinna
Eykt ehf. Brúarsmíði
H.K. Haralds ehf. Umferðamerkingar
Eftlrlit
Mannvit, verkfræðistofa
Auk þess hafa fjölmargir starfsmenn
Vegagerðarinnar komið að þessu verki.
V
Helstu hönnuðir og ráðgjafar
Hönnun hf. Umhverfismat, frumdrög
Hnit hf, verkfræðistofa Aðalráðgjafi, veghönnun
Fjölhönnun ehf. Brúarhönnun, veghönnun
Rafteikning hf. Lýsing,
Arkþing Útlit brúa
Landslag ehf. Landslagsmótun
Stuðull ehf. Jarðfræðiathuganir
Vinnustofan Þverá ehf. Umferðartækni,
merkingar
Aðalverktakar
Háfell ehf. Jarðvinna
Jarðvélar ehf. Jarðvinna
Eykt ehf. Brúarsmíði
Eftlrllt
VSÓ Ráðgjöf/ VSB Verkfræðistofa
Auk þess hafa fjölmargir starfsmenn
Vegagerðarinnar komið að þessu verki.
V y
160|Árbók VFl/TFl 2008