Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 174
m ORKUSTOFNUN
OLÍULEIT Á DREKASVÆÐINU
cn
Orkustofnun vinnur að undirbúningi fyrir útboð á sérleyfum til rannsókna og vinnslu
kolvetnis á norðanverðu Drekasvæðinu, norðaustur af landinu. Fyrirhugað er að opna
fyrsta útboðið 15. janúar 2009 og gefa þriggja mánaða umsóknarfrest. Að því loknu er
áætlað að það taki 2-3 mánuði að afgreiða umsóknirnar og svara þeim. Orkustofnun mun
sjá um veitingu leyfanna og hafa eftirlit með auðlindinni en ákvarðanir hennar má kæra
til æðra stjórnvalds, þ.e. iðnaðarráðherra.
Lagaumhverfi
Leit, rannsóknir og vinnsla á kolvetnum utan netlaga í landhelgi, efnahagslögsögu og
landgrunni falla undir kolvetnislögin nr. 13/2001, með breytingum nr. 49/2007. Kolvetni
sem finnast innan þessa svæðis tilheyra íslenska ríkinu. Kolvetnislögin gera ráð fyrir
tveimur tegundum leyfa, annars vegar almennum leitarleyfum og hins vegar sérleyfum
til rannsókna og vinnslu. Almenn leitarleyfi eru gefin út samkvæmt reglum nr. 553/2001
og gilda þau að hámarki í þrjú ár. Rannsóknarleyfin gilda til 12 ára, með möguleika á
framlengingu í fjögur ár til viðbótar. Þegar rannsóknarleyfishafi hefur uppfyllt öll skil-
yrði sem voru gefin í rannsóknarleyfinu hefur hann forgangsrétt á framlengingu leyfisins
til vinnslu kolvetnis í allt að 30 ár.
Unnið er að endurskoðun kolvetnislaganna með það að markmiði að leggja fram frum-
varp að breytingum á þeim snemma á haustþingi. Einnig er verið að skrifa reglugerð með
breyttum kolvetnislögum og fyrirmynd rannsóknarleyfis.
Orkustofnun mun annast samskipti við olíuleitaraðila, en jafnframt hefur stofnunin
greiðan aðgang að fulltrúum annarra ríkisstofnana í samráðshópi eftirlitsaðila vegna
leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi við ísland. Samráðshópurinn er skipaður full-
trúum frá Orkustofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Siglingastofnun,
Flugmálastjórn, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnuninni og Geislavörnum ríkisins.
Orkustofnun mun koma á sambandi milli olíuleitaraðila og viðkomandi stofnunar eftir
því sem við á, sé þess óskað.
172|Árbók VFl/TFl 2008