Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 175
Jan Mayen samkomulagið
Þjóðréttarlegur grunnur var lagður að nýtingu hugsanlegra olíuauðlinda á Jan Mayen-
svæðinu með samkomulagi við Noreg 1981 þar sem skilgreint var sameiginlegt nýtingar-
svæði beggja vegna efnahagslögsögumarkanna. Auk réttar til nýtingar á 75% af olíu-
lindum á eigin hluta samnýtingarsvæðisins, veitir samkomulagið hvoru landi um sig rétt
til 25% hlutdeildar í olíuvinnslu á þeim hluta svæðisins sem liggur innan lögsögumarka
hins landsins.
Leyfisveitingar
Þegar hafa verið veitt þrjú leyfi til leitar að olíu byggðum á kolvetnislögunum. Norska
fyrirtækið InSeis (nú Wavefield Inseis) hlaut þriggja ára leitarleyfi á norðurhluta
Drekasvæðisins frá 19. júlí 2001. TGS-NOPEC hlaut eins mánaðar leitarleyfi frá 24. apríl
2002 aðeins sunnar á Jan Mayen-hryggnum. Wavefield Inseis fékk síðan nýtt þriggja ára
leitarleyfi á norðurhluta Drekasvæðisins frá 13. júní 2008. Fyrirtækin framkvæmdu
hljóðendurvarpsmælingar á leyfistímanum og eru gögnin til sölu. I samræmi við leyfis-
skilmála fær Orkustofnun afrit af gögnunum til varðveislu og eigin nota og eru þau trún-
aðarmál í tíu ár frá lokum þess árs þegar gagnanna var aflað.
Gögn frá svæðinu
Þegar leitað er að olíu er ætíð byrjað á að athuga vænleg svæði í smáatriðum með aðstoð
jarðeðlisfræðilegra mælitækja áður en að rannsóknarborunum kemur. Ástæðan er sú að
borun rannsóknarborhola er mjög kostnaðarsöm, en líkurnar á að vel takist til má auka
umtalsvert með slíkum mælingum, þar sem kostnaður er stærðarþrepi lægri. Samt sem
áður geta jarðeðlisfræðilegar mælingar yfirleitt ekki sýnt fram á tilvist olíu eða gass,
heldur er aðeins um missterkar vísbendingar að ræða, sem geta jafnvel átt sér aðrar
skýringar. Á grundvelli mælinganna er búið til jarðfræðilegt líkan af viðkomandi svæði,
þar sem reynt er að endurskapa myndunarsögu þess og skýra þau ferli sem leitt gætu til
myndunar og geymslu á olíu eða gasi. Mikilvægustu gögnin fyrir líkangerðina, áður en
að borunum kemur, koma frá hljóðendurvarpsmælingum.
Auk mælinganna sem voru gerðar með leitarleyfum undir skilmálum kolvetnislaganna
og voru taldar upp hér að ofan, má nefna að gerðar voru viðamiklar hljóðendurvarps-
mælingar árin 1985 og 1988 á Jan Mayen-hryggnum í samvinnu milli Orkustofnunar og
norsku olíustofnunarinnar. Þessi gögn eru nú opin og hægt að nálgast þau í DISKOS-
gagnagrunni norsku olíustofnunarinnar.
Boraðar voru nokkrar grunnar rannsóknarholur á vegum hins alþjóðlega djúphafs-
borunarverkefnis (DSDP) árið 1974. Þessar holur náðu ekki nægilega djúpt til að komast
niður í jarðlög þar sem möguleiki væri á að finna olíu eða gas.
Orkustofnun vinnur að því í samvinnu við ísor að taka saman öll gögn, s.s. hljóðendur-
varpsmælingar, sem nýtast við auðlindamat á landgrunni íslands og setja þau í gagna-
grunn. Yfirlit yfir gögnin, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum varðandi útboðið, verður
sett fram í Landgrunnsvefsjá sem verður aðgengileg á netinu og er áætlað að hún verði
opnuð opnuð í desember 2008 (http://www.landgrunnsvefsja.is). Landgrunnsvefsjá
nýtir hugbúnaðarlausn sem þróuð var af hönnunarfyrirtækinu Gagarín vegna verkefnis
um Náttúruvefsjá, en gerð þess búnaður var upphaflega styrkt af Rannís og síðan af
Verkefnisstjórn um íslenska upplýsingasamfélagið og Orkustofnun. Hugbúnaðarlausnin
þróaðist í samstarfsverkefni átta fyrirtækja og stofnana á nokkurra ára tímabili. Við hönn-
Félagsmál Vfl/TFl i 173