Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 180
beina sjónum stúdenta, fræðimanna og almennings að sjálfbærri þróun og áhrifum
mannsins á umhverfi sitt. Hún hefur beitt sér ötullega fyrir eflingu rannsókna og kennslu
á þessu sviði innan Háskólans í Bristol, auk þess að stunda rannsóknir og kennslu í
jarðefnafræði. Þá hefur Kristín Vala mikla reynslu af stjórnun rannsóknahópa og af öflun
sértekna á vettvangi rannsóknaáætlana Evrópusambandsins. Loks hefur hún tekið
virkan þátt í jafnréttisstarfi innan Háskólans í Bristol.
Fimm nýdoktorar á árinu
Eitt helsta forgangsverkefni verkfræðideildar undanfarin ár hefur verið að efla fram-
haldsnám við deildina og er það nú í miklum blóma. Árið 2008 vörðu fimm doktors-
nemar verkefni sín í verkfræði, þeir Sveinn Margeirsson, Mathieu Fauvel, Benedikt
Helgason, Georges Guigay og Rúnar Unnþórsson.
Sveinn Margeirsson verkfræðingur varði doktorsverkefni sitt föstudaginn 18. janúar,
„Processing forecast of cod" eða „Vinnsluspá þorskafla", sem fjallar um hvemig hægt sé
að hámarka afrakstur fiskveiða.
Markmið verkefnisins var að safna gögnum um þorskveiðar og vinnslu fjögurra íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja, greina þau á tölfræðilegan hátt og setja upp bestunarlíkön til að
auðvelda stjórnun á veiðum og vinnslu þorsks á Islandsmiðum. Gögnum um flaka-
nýtingu, los og hringorma í þorski var safnað frá 2002 til 2006. Allar þessar breytur hafa
veruleg áhrif á hagnað af þorskveiðum og vinnslu. Gögnin voru greind með bayesískri
tölfræði, sem gaf möguleika á að setja mismunandi breytur, s.s. holdastuðul og veiði-
staðsetningu, upp í einu líkani. Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að afrakstur
virðiskeðju þorsks megi auka með því að sækja þorskinn á ákveðin veiðisvæði og á
ákveðnum tíma árs, en niðurstöðurnar sýndu að flakanýting, los og hringormar í þorski
eru m.a. háð veiðistaðsetningu og árstíma. Þau bestunarlíkön, sem voru reynd, geta
aðstoðað við ákvarðanatöku í virðiskeðjunni, þar sem m.a. þarf að taka tillit til þátta eins
og veiðisvæða, árstíma, olíuverðs og leiguverðs á kvóta.
F.v: Dr. Gunnar Stefánsson, dr. Ebba Þóra Hvannberg,
fráfarandi deildarforseti, dr. Sveinn Margeirsson og
dr. OleTorrissen.
Andmælendur voru Gunnar Stefánsson,
prófessor í stærðfræði við Háskóla íslands,
og Ole Torrissen, Institute of Marine
Research, Bergen, Noregi. 1 doktorsnáms-
nefnd voru Guðmundur R. Jónsson prófess-
or, Birgir Hrafnkelsson lektor, Páll Jensson
prófessor, allir við véla- og iðnaðarverk-
fræðiskor Háskóla íslands, og Sigurjón
Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís og
dósent í matvælaverkfræði við HÍ.
Sveinn Margeirsson er fæddur árið 1977.
Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Sund 1997. Árið 2001 hlaut
hann BS-gráðu í matvælafræði við Háskóla
Islands. Frá árinu 2003 stundaði Sveinn nám
við Háskóla Islands og Danmarks Tekniske
Universitet í iðnaðarverkfræði. Sveinn var
efnafræðikennari við Menntaskólann við
Sund á árunum 1997-1999. Frá 2003-2006
starfaði hann hjá Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins en frá árinu 2007 hefur hann
verið deildarstjóri hjá Matís ohf.
178| Árbók VFÍ/TFl 2008