Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 181
Mathieu Fauvel flutti doktorsfyrirlestur sinn í verkfræði við Háskóla íslands þann 19.
febrúar. Formleg doktorsvörn hafði farið fram við Grenoble Institute of Technology
(INPG) í nóvember 2007, en verkefnið var unnið undir sameiginlegri handleiðslu
leiðbeinenda frá INPG og Háskóla íslands og veittu skólarnir doktorsgráðuna sameigin-
lega. Er þetta í fyrsta sinn sem Háskóli íslands veitir sameiginlega prófgráðu.
Doktorsverkefni Fauvels ber titilinn „Spectral and Spatial Methods for Classification of
Urban Remote Sensing Data" og fjallar um þróun aðferða til greiningar yfirborðs jarðar
rneð flokkun fjarkönnunarmynda frá þéttbýlissvæðum. Notaðar eru myndir sem hafa
mikla rúmupplausn og myndir sem hafa mikla rófupplausn, þ.e. fjölrása fjarkönnunar-
myndir með mjög mörgum tíðniböndum búnar til af bandþröngum skynjurum.
Aðferðafræðin við úrvinnslu myndanna byggist einkum á notkun stærðfræðilegrar form-
fræði og flokkun með stoðvigravélum. Verkefnið var m.a. stutt af Jules Verne-áætlun
íslenskra og franskra stjórnvalda (PAI EGIDE), Rannsóknasjóði Háskóla íslands og
Rannsóknasjóði vísinda- og tækniráðs.
Leiðbeinendur voru Jón Atli Benediktsson,
prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við
Háskóla Islands, og Jocelyn Chanussot,
prófessor við INPG. Andmælendur við
doktorsvörnina voru Dr. Henri Maitre,
ENST í París, Dr. Gregoire Mercier, Háskól-
anum í Brest, Dr. Sebastiano Serpico,
Háskólanum í Genúa, Dr. Albert B. Aoui,
Háskólanum í Nice, Dr. Jordi Inglada, CNES
í Toulouse, og Dr. Jóhannes R. Sveinsson,
Háskóla Islands.
Mathieu Fauvel fæddist í Toulouse í
Frakklandi 5. júní 1981. Hann lauk meistara-
prófi frá INPG í stafrænni myndvinnslu og
merkjafræði 2004 og hóf doktorsnám við
INPG og Háskóla íslands sama ár. Helstu
rannsóknasvið hans eru úrvinnsla fjar-
könnunargagna, gagnabræðsla, mynstur-
greining, stoðvigravélar, merkjafræði og
stafræn myndvinnsla. Dr. Fauvel starfar nú
sem nýdoktor við INPG.
Benedikt Helgason verkfræðingur varði doktorsverkefni sitt miðvikudaginn 9. apríl,
„Subject Specific Finite Element Analysis of Bone with Particular Application in Direct
Skeletal Attachment of a Femoral Prosthesis" eða „Einstaklingsbundin greining á beinum
með einingaaðferðinni með sérstaka áherslu á tengingu gervifótar við lærlegg", en hún
fjallar m.a. um hermun á tengingu gervifótar við bein.
Einingalíkön, sem nota má til þess að herma streitu- og spennuástand í beinum, gætu
nýst vel í læknisfræðilegum tilgangi. Þau myndu t.d. henta þegar hanna á tengingu
gervifótar í bein og við að meta hættu á broti hjá einstaklingum með beinþynningu.
Rúmfræði og efniseiginleikar eru lykilatriði þegar gera á einstaklingsbundin líkön af
beinum. Nákvæmar upplýsingar um útlínur þeina má lesa úr sneiðmyndum og þannig
útbúa rúmfræðilega nákvæm líkön. Þá hefur verið sýnt fram á að það sé því sem næst
línulegt samband á milli röntgensneiðmyndagilda og eðlismassa. Ennfremur hefur
vísindamönnum tekist að tengja eðlismassa við efniseiginleika beina. Af þeim sökum er
líkanagerð sem byggð er á röntgensneiðmyndum (CT) sú aðferð sem mest er notuð þegar
búa á til einstaklingsbundin einingalíkön.
Félagsmál Vfl/TFf i 179