Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 183
í vélaverkfræði og meistaraprófi í tölvuvæddum reiknilíkönum, með sérgrein í reikni-
legri straumfræði. Hann hefur síðan stundað rannsóknar- og ráðgjafastörf í Frakklandi
og hér heima. Hann hóf doktorsnám við Háskóla íslands 2004 og sem hluta af því námi
hefur hann sótt framhaldsnámskeið í öryggismálum vetnismeðhöndlunar við Háskólann
í Ulster, notkun straumfræðilíkana við Háskólann í Lundi, gert tilraunir við Háskólann í
Poitiers og birt niðurstöður sínar í ritrýndum vísindaritum og á alþjóðlegum ráðstefnum.
Georges starfar nú hjá verkfræðistofunni Maimviti.
Rúnar Unnþórsson verkfræðingur varði doktorsverkefni sitt föstudaginn 24. október,
„Acoustic Emission Monitoring of CFRP subjected to Multi-axial Cyclic Loading" eða á
íslensku, „Notkun hljóðþrýstibylgna til að fylgjast með koltrefjastyrktum fjölliðu-
blöndum sem verða fyrir lotubundnu margása álagi".
Hljóðþrýstibylgjur frá koltrefjastyrktum fjölliðublöndum í margása þreytuprófi voru
rannsakaðar. Hljóðþrýstibylgjur myndast þegar örsmáar breytingar verða í efni. Við
þessar breytingar losnar um orku sem myndar svipular þrýstibylgjur. Hljóðþrýstibylgjur
geta einnig myndast vegna núnings og högga. Markmiðið með verkefninu var að þróa
aðferðarfræði til þess að mæla hljóðþrýstibylgjur og vinna upplýsingar út úr þeim til þess
að auðvelda ástandsgreiningu og spá fyrir um bilanir í koltreíjastyrktum fjölliðublöndum
sem verða fyrir lotubundnu álagi. Til þess að ná fram markmiðum verkefnisins var þróuð
tækni til að mæla gögn á meðan 75 gervifætur úr koltrefja-styrktum fjölliðublöndum
voru þreytuprófaðir. Helsta niðurstaða verkefnisins er aðferðafræði sem var þróuð til
úrvinnslu og framsetningar á hljóðþrýstibylgjum þannig að hægt er að greina og staðsetja
skemmdir miðað við fasa viðmiðunarmerkis. Niðurstöður sýna að með því að fylgjast
með stöðu skemmda fást upplýsingar sem auðvelda ástandsgreiningu og má nota til þess
að spá fyrir um bilanir.
Andmælendur voru dr. Kanji Ono, prófessor
emeritus frá Henry Samueli School of
Engineering and Applied Science, UCLA, og
dr. Karen Holford, prófessor við Cardiff
School of Engineering. Leiðbeinendur voru
dr. Magnús Þór Jónsson og dr. Tómas P.
Rúnarsson, prófessorar við véla- og iðnaðar-
verkfræðiskor HI. Verkefnið var unnið í
samstarfi við Össur hf. Umsjón með
rannsóknunum höfðu Magnús Þór Jónsson
og Tómas P. Rúnarsson. Auk þeirra skipaði
Jón Atli Benediktsson prófessor vísinda-
nefnd verkefnisins.
Rúnar Unnþórsson er fæddur árið 1971.
Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla
íslands árið 1991, lokaprófi í vélaverkfræði
frá verkfræðideild HÍ árið 1997 og MS prófi
í vélaverkfræði frá sama skóla árið 2002. A
árunum 1996-2001 starfaði Rúnar hjá
ONNO ehf., sem hann stofnaði ásamt
skólafélaga sínum. Á árunum 2002-2008
sinnti Rúnar rannsóknum og kennslu við
véla- og iðnaðarverkfræðiskor HI. Hann
starfar nú hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða
og atvinnulífs.
F.v.: Dr. Karen Holford, Dr. Rúnar Unnþórsson, Dr. Ebba
Þóra Hvannberg og kr. Kanji Ono.
Félagsmál Vfl/TFÍ 1I8I