Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 184
Nýsköpun
Um þessar mundir stunda um 1000 nemendur nám við verkfræðideildirnar, þar af eru
um tvö hundruð í meistaranámi og tæplega 20 eru í doktorsnámi. Um 30% fjölgun varð
á umsóknum í grunnnám í vor, annað árið í röð. Nám í verkfræði við HI er krefjandi en
ávinningurinn er jafnframt mikill. Það er verkfræðideildum HÍ kappsmál að tryggja gæði
námsins sem eru vel þekkt, bæði hjá nemendum og atvinnulífinu.
Auknar rannsóknir krefjast aukins fjár og betri aðstöðu fyrir nemendur. íslensk fyrirtæki
hafa verið iðin við að styrkja nemendur í framhaldsnámi og á það sinn þátt í því hve þeim
hefur fjölgað. Fjölmörg sprotafyrirtæki hafa orðið til út frá rannsóknum framhaldsnema
og vísindamanna. Oxymap er dæmi um sprotafyrirtæki sem var stofnað af vísinda-
mönnum í læknisfræði og verkfræði við HI til að þróa tækjabúnað sem metur blóð-
þurrðarsjúkdóma í augnbotnum með stafrænni myndvinnslu. Tæknin nýtist við með-
höndlun á sykursýki, bláæðastíflum í sjónhimnu og gláku og metur einnig áhrif lyfja og
leysimeðferðar. Annað dæmi er Gítarstillir í farsíma. Gítar-stillirinn virkar þannig að sá
sem stilla vill gítar hringir annaðhvort í miðlæga þjónustumiðstöð eða notar forritið sem
er í farsíma hans. Þetta virkar því á svipaðan hátt og ýmsir leikir sem nú eru í farsímum.
Forritið ber tóna frá gítarnum saman við staðlaða tóna og nýtir til þess Fourier-greiningu.
Síðan er frávikið frá réttum tóni sýnt á myndrænan hátt í skjá símans. Þriðja dæmið um
sprotafyrirtæki er CLARA, sem stofnað var í kjölfar frumkvöðlakeppni Innovit og vinnur
með sjálfvirkum hætti upplýsingar úr skoðanakönnunum á netinu og notar háþróaða
gervigreind sem greinir samhengi og tilfinningar í texta. Þannig getur CLARA lækkað
kostnað sem fyrirtæki leggja almennt í markaðsrannsóknir og gjörbreytt þekktum
aðferðum. Að lokum má nefna tölvuleikinn Tuma og táknin sem varð til í tölvunar-
fræðiskor. Leikurinn er ætlaður börnum á aldrinum 3-6 ára. Markmið hans er að kenna
yngstu kynslóðinni tákn með tali, auka orðaforða og bæta framburð.
Meistaranám í verkefnastjómun, MPM, hefur fest sig í sessi. Náminu lýkur með
meistaragráðu í verkefnastjórnun frá verkfræði- og náttúruvísindasviði og að auki hljóta
nemendur vottun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga, IPMA í umboði Verkefna-
stjómunarfélags íslands. Verkfræðideildirnar eru í nánu samstarfi við Endurmenntunar-
stofnun HÍ, sem felst m.a. í því að nokkur námskeið, sem eru í boði í framhaldsnámi í
tölvunarfræði, eru opin nemendum Endurmenntunarstofnunar. Stofnunin býður einnig
12 eininga nám í gæðastjórnun, en verkfræði- og náttúruvísindasvið er faglegur bakhjarl
námsins og hefur forstöðu fyrir námsstjórn þess sem í eru að auki verkfræðingar úr
atvinnulífi.
Samstarf
Verkfræðideildir HÍ eru í margvíslegu samstarfi við íslensk fyrirtæki, stofnanir og
háskóla. Þetta samstarf er afar dýrmætt og má segja að íslenskt atvinnulíf og samfélag
hafi löngum verið einn af helstu bakhjörlum skólans. Nýlegar reglur um akademísk
gestastörf hafa gert verkfræðideildunum kleift að styrkja enn frekar þetta samstarf
undanfarin misseri.
Stúdentar og kennarar verkfræðideildanna eiga einnig lífleg samskipti og samstarf við
erlenda háskóla og stofnanir. Ar hvert fara íslenskir stúdentar utan til tímabundinnar
dvalar við erlenda skóla á vegum evrópsku Erasmus eða norrænu Nordplus-áætlananna
og á móti koma erlendir stúdentar til náms við verkfræðideildirnar. Að auki hefur
Háskóli íslands gert þó nokkra tvíhliða samninga við skóla í Norður-Ameríku, Japan,
Ástralíu og víðar.
1 8 2| Arbók VFl/TFf 2008