Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 203
Koparinn og þjónusta tengd honum
Heimtaugar eru þekktasta vara Mílu sem byggð er á kopamum. Það er hinn gamli góði
heimasími sem hvert heimili á landinu hefur verið tengt við lengst af. Öll heimili á land-
inu eru tengd inn á kerfi Mílu með koparheimtaug í gegnum þjónustuaðila eins og
Símann eða Vodafone sem sér þeim fyrir síma og interneti, auk sjónvarps og útvarps um
ADSL.
EyK, sem stendur fyrir Ethemet yfir kopar, er vara sem Míla hefur þróað og byggist á
koparnum. EyK er háhraða gagnasamband þar sem sami hraði er í báðar áttir, hvort sem
er verið að taka á móti gögnum um internetið eða senda þau frá sér. Kosturinn við þessa
vöm er hve auðvelt og fljótlegt er að tengjast ef á annað þorð er laus lína. Allar línur eru
til staðar og ekki þarf að leggja í neina vinnu við lagningu strengja, sem óneitanlega þarf
þegar þjónusta og vara er byggð á ljósleiðara. Eykarsambönd geta því verið mjög hentug.
ADSL-endurvaki er ný vara sem Míla hefur þróað og nýtist ofan á koparnum. Um er að
ræða framlengingu á ADSL-þjónustu fjarskiptafyrirtækjanna, þar sem aukabúnaður er
settur á koparlínuna miðja vegu milli tengipunkts og endanotanda, sem magnar upp
ADSL-merki sem farið er að veikjast og kemur því áfram um lengri leið en áður var hægt.
Þessi vara nýtist aðallega íbúum í dreifbýli og í minni þéttbýliskjörnum sem ekki hafa
haft aðgang að ADSL-þjónustu hingað til.
Kröfur nútímans og framtíðarhorfur
I dag eru kröfurnar um hraða og bandvíddarþörf orðnar enn meiri en áður var og eru
alltaf að aukast. Neytendur vilja geta fengið venjulegar sjónvarpsrásir, háskerpurásir.
Þeir vilja hraðvirkt internet, talsíma, leiki og svo framvegis og allt á sama tíma. Tæknin á
bak við sjálfan koparinn hefur ekki breyst mikið í gegnum tíðina, þróunin hefur aftur á
móti verið í þeirri þjónustu sem er veitt um koparinn.
Koparinn nær að anna þeirri þörf sem er á
markaðnum í dag. Ný tækni sem nýtist fyrir
koparinn hefur komið reglulega fram á sjónar-
sviðið. Með nýrri tækni endurnýjast koparinn,
möguleikar hans aukast og hann fær endurnýjun
lífdaga. ADSL-tæknin sem fjarskiptafyrirtækin
veita sér heimilum fyrir internetþjónustu og sjón-
varpsflutningi, bæði almennar stöðvar og há-
skerpu. Reynslan hefur sýnt að kröfurnar verða
alltaf meiri og meiri og engin leið að spá fyrir um
þörfina eftir fimm ár. Koparirtn mun geta annað
þessari eftirspurn næstu árin með tilkomu nýrrar
tækni í búnaði og þjónustu.
Tími koparsins er ekki liðiim, þrátt fyrir ýmsar
nýjar lausnir á markaði, svo sem ljósleiðara. Þegar
leggja á ljósleiðara þarf að leggja í mikinn kostnað
til þess að koma upp viðlíka neti ljósleiðara og nú
er þegar til á kopar. Ljósleiðari og kopar vinna vel
saman, þar sem leiðin að götuskáp er oft á ljós-
leiðara en frá götuskáp og heim til endanotanda er
notaður kopar.
Höfundur greinar er Sigurrós Jónsdóttir
viðskiptafræðingur, vörustjóri aðgangsnets
hjá Mílu.
Félagsmál Vff/TF( i 201