Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 207
3
FLUG5TOÐIR
ISAVIA
NÝJUN6AR í KÖGUNARÞJÓNUSTU
HJÁ FLUGSTOÐUM
cn
Brandur St. Guðmundsson er stúdent frá MH 1974. Hann lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Hl 1978 og MSc. I raf-
magns- og tölvuverkfræði frá University of Massachusetts at Amherst 1982. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá
Raunvísindastofnun Háskóla (slandsl 978-1981, hjá Hugrúnu hf. 1982-1983, Verkfræðistofnun Háskóla (slands
1983-1994 og var jafnframt aðjunkt við vélaverkfræðiskor Háskóla (slands 1987-1994, hjá flugleiðsögusviði
Flugmálastjórnar (slands 1994-2000 en hefur veitt þróunarstofu Flugmálastjórnar (slands forstöðu frá árinu 2000.
Brandur tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Flugfjarskiptum ehf. (júnf á árinu 2004.
Þorgeir Pálsson stundaði nám I flugverkfræði við Massachusetts Institute of Technology og lauk þaðan doktorsprófi
árið 1971 með stýri-og flugleiðsögutækni sem sérgrein. Hann starfaði hjá Reiknistofnun Háskólansfrá 1971 til loka
ársins 1972, þegar hann réðist sem verkfræðingur til The Analytic Sciences Corp. í Reading í Massachusetts. Árið 1976
varð hann dósent í kerfisverkfræði við verkfræðideild Háskólans og prófessor árið 1986 jafnframt því að vera forstöðu-
maður Kerfisverkfræðistofu Verkfræðistofnunar Háskólans, sem hann stofnaði árið 1978. Þorgeir tók við stöðu flug-
málastjóra á miðju ári 1992 og gegndi því til ársloka 2006. Árið 2007 varð hann forstjóri Flugstoða, sem er opinbert
hlutafélag sem stofnað var við uppskiptingu Flugmálastjórnar Islands til að annast rekstur og uppbyggingu
flugleiðsögu og flugvalla.
Inngangur
Flugstoðir ohf. voru stofnsettar 1. janúar 2007 og urðu til við uppskiptingu Flugmála-
stjórnar íslands, þegar skilið var á milli þjónustureksturs og stjórnsýslu Flugmálastjórnar.
Hlutverk Flugstoða er að veita flugumferðarþjónustu á flugstjórnarsvæðinu sem ísland
er ábyrgt fyrir, sem og rekstur allra íslenskra flugvalla, að Keflavíkurflugvelli undan-
skildum. Flugstjórnarsvæðið sem ísland annast er eitt af þeim stærstu í heiminum.
Svæðið er um það bil 5,4 milljónir ferkílómetra og teygir sig frá 61°N allt upp á norður-
pól og frá 0°W og vestur fyrir Gænland. Svæðið er merkt með rauðgulu línunni á mynd
1.1 reynd er hér um tvö flugstjórnarsvæði að ræða, annars vegar Reykjavík FIR og hins
vegar Sondrestrom FIR sem er að mestum hluta yfir Grænlandi. Reykjavík FIR er svæðið
sem er innan bláu línunnar á mynd 1. Flugumferðarþjónusta í Sondrestrom FIR fyrir ofan
19.500 feta flughæð er veitt af Flugstoðum í samræmi við tvíhliða samning milli
Danmerkur og Islands þar að lútandi.
Flugumferðarþjónusta Flugstoða
Til að veita flugumferðarþjónustu á ákveðnu svæði þarf að vera til staðar í svæðinu
fjarskiptaþjónusta, leiðsöguþjónusta og kögunarþjónusta (Communication/Navi-
gation/Surveillance-CNS). í íslenska flugstjómarsvæðinu er um mismunandi þjón-
Félagsmál VF(/TF( i 205