Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 216
Viðhaldsáætlun Fjarðaáls
Viðamikill hluti af REX snýr að viðhaldsáætlunum og fyrirbyggjandi viðhaldi enda bygg-
ist nútímaframleiðsla á hátæknibúnaði sem þarf að halda við og hugsa um. Þegar kom að
því að velja aðferðarfræði fyrir viðhaldsáætlun Fjarðaáls voru þrír möguleikar fyrir hendi
sem meginþema: Astandsmiðað viðhald (Predictive Maintenance (PdM)), dagatalsmiðað
viðhald (Preventive Maintenance (PM)) eða hreinlega að keyra búnað þangað til hann
stoppar (Run to failure). Mörg framleiðslufyrirtæki hafa nýtt sér dagatalsmiðað viðhald
þar sem íhlutum er skipt út með fyrirfram ákveðnu millibili, en fleiri og fleiri færa sig nú
yfir i ástandsmiðað viðhald þar sem ástand búnaðar er metið áður en íhlutum er skipt út.
Þessi aðferðafræði hefur þróast í flugvélaviðhaldi síðustu áratugi en hefur nú hafið
innreið sína í framleiðsluiðnaðinn. Alcoa Fjarðaál valdi ástandsmiðaða aðferð sem
burðarás í sínu fyrirbyggjandi viðhaldi en Fjarðaál verður það álver sem Alcoa mun líta
til þegar endurskoðun á viðhaldsáætlunum fyrir önnur álver í samsteypunni heldur
áfram.
En hvers vegna þessi aðferðarfræði?
Ransóknir hafa sýnt að þvert á það sem margir kunna að halda er einungis hægt að rekja
um 11% bilana til aldurs íhluta en dagatalsmiðað viðhald byggist á að skipta út íhlutum
áður en þeir verða „gamlir" og bila. Það er áhugavert að sjá að 68% af bilunum koma frá
„verst fyrst" hegðun en það þekkjum við sem höfum unnið að gangsetningu Fjarðaáls.
Með því að nýta sér ástandsskoðun í reglubundnu viðhaldi aukast líkurnar á því að finna
megi bilanir snemma áður en þær stoppa vélbúnað og valda framleiðslutruflun.
SomeAge
Related Failure
NoAge
Related Failure
The Reality of Failure
"Traditional View"
Random Failure then a wear out zone
Examples: tracks, liners, impelleis, reciprocating pumps
“Bathtub Curve" - High infant mortality, then a low
level of random failure, then a wear out zone
Examples: electtomechanical
"Slow Aging’’ - Steady increase inthe probability
of failure
Examples: tires, refractory, pipes, structures, turhines
“Best New” - Sharp increase in the probability of
failure then random failure
Examples: hydraulics, pneumatics
“Constant Random Failure"
Random - No age related failure pattern
Examples: Ball hearing if installerl and maintained properly
“Worst New”
High infant mortality then random failure
Examples: electronics, complex and advanced control systems
Mynd 3: Myndin sýnir hvaða ferli bilanir fylgja. (68% tilfella eru mestar líkur á bilunum fyrst en þær minnka svo og verða
tilviljunarkenndar.
2 14 I Á r b ó k VFl/TFl 2008