Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 231
Umræður
Verkefnastjórnun í framkvæmdaverkum hér á landi virðist nokkuð þróuð. Verkefna-
hugsunin á sér traustan sess meðal verkkaupa, ráðgjafa og verktaka og sama má segja um
áhættustjórnun. Niðurstaðna áhættumats gætir ekki alltaf í verkefnisáætlunum en nær
helmingur þátttakenda sagði þó að áhættustjórnun væri samofin daglegri stjórnun
verkefnanna.
Mynd 4, sem leiðir í ljós að verktakar eru umsvifamestir við áhættumat, vekur áleitnar
spurningar um það hvort áhættumat fari fyrst og fremst fram að loknu útboði og hvort
ákvörðun um að ráðast í framkvæmdaverkefni sé þá tekin án undangengins áhættumats.
Sjálfstætt óvissumat verkkaupa ætti í raun að vera upphaf framkvæmdaverkefna.
A hinn bóginn má einnig spyrja hvort hin hefðbundna nálgun hafi leitt til þess að hætt
hafi verið við of mörg verkefni. Bjuggu sum þeirra sem slegin voru af yfir tækifærum sem
aðstandendum yfirsáust vegna hinnar neikvæðu nálgunar við óvissuna í þeim? Erfitt er
að svara slíkum spurningum þegar frá líður.
Mynd 6 sýnir að algengara er að hætt sé við verkefni í almennu áhættumati en þegar
sérstaklega er litið til jákvæðra óvissuþátta. Þá er áberandi að þeir aðilar, sem áhættu-
matið framkvæma, skuli í svo miklu meira mæli telja að mat og greining tækifæranna í
verkefninu skuli hafa skilað ódýrara verkefni. Hið sama er að segja um tímann en hefð-
bundið áhættumat virðist hafa sterkari tilhneigingu til að skila auknum gæðum afurða
framkvæmdaverkefna.
Áhættustjórnun er óaðskiljanlegur hluti verkefnastjórnunar og svo virðist sem ónýttir
möguleikar liggi í því að nálgast ekki áhættuna eina. Kerfisbundin nálgun við óvissu-
þætti - að skipuleggja nálgun við þá, bera kennsl á þá, greina þá og grípa til viðeigandi
aðgerða - er fyrir hendi hér á landi, en lítt útbreidd. I því felst sóknarfæri. Það er
niðurstaða þeirrar könnunar sem hér hefur verið rakin.
Svo virðist sem gagnrýni á hina neikvæðu nálgun hefðbundinnar áhættustjórnunar hafi
skilað þeim árangri að nú er hin jákvæða hlið óvissunnar víðast nefnd á nafn í
alþjóðlegum stöðlum og þekkingarbönkum verkefnastjórnunar, s.s. ISO 10006, PMBOK
og BS 6079. Þar er hinsvegar ekki tekin skipuleg afstaða til allra þeirra þriggja gagn-
rýnisþátta sem áhættustjórnunin hefur mátt sæta, þ.e.:
• að tækifæri fari forgörðum með takmörkuðu neikvæðu sjónarhorni.
• að orðanotkunin leiði fremur hugann að einstökum viðburðum en almennum þáttum.
• að áhættunálgunin ýti undir óhóflega tilhneigingu til magnsetningar óvissuþátta [10,11].
Um grundvallarframsetningu
Mynd 1 má með einföldum hætti út-
víkka þannig að hún endurspegli
jákvæða jafnt sem neikvæða óvissu-
þætti.
Ekki verður litið framhjá hinu nei-
kvæða eðli orðsins áhætta. Ef meta á
jákvæða óvissuþætti verður að nota
annað hugtak. Ekki er hægt að úti-
loka að orðabrenglið, sem í ISO 10006
og Hugtakalykli verkefnastjórnunar
[8] leiðir til hreinna mótsagna; geti
grafið undan fræðilegum stoðum
áhættumatsins.
Ritrýndar vísindagreinar
2 2 9