Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 232
Viðburðir og tölugildi óvissuþátta
Framsetningin í Mynd 7, þar sem óvissa er sýnd sem fall af líkum og áhrifum, ýtir undir
viðburðanálgun við óvissustjórnun. Sú fullyrðing gagnrýnenda er rétt en hér er því líka
haldið fram að viðburðanálgun eigi fullan rétt á sér, sérstaklega í framkvæmdaverk-
efnum. Engu að síður er auðvelt að sjá fyrir sér jákvæða viðburði framkvæmdaverkefna;
góða tíð, hagstætt gengi, nægt framboð á vinnuafli, nýjar tæknilegar lausnir, aukna
samkeppni meðal birgja o.s.frv. Þessir þættir kynnu að fara framhjá hefðbundnu áhættu-
mati.
Hér hefur komið í ljós að fylkisuppsetning áhættuþátta er útbreidd meðal helstu
framkvæmdaaðila áhættumats hér á landi. Þess vegna er lagt til að framsetningu hennar
verði breytt þannig að hún nái einnig til jákvæðra óvissuþátta. Þetta mætti til dæmis gera
með því að tiltaka fyrir sérhvem óvissuþátt tækifæri jafnt sem áhættu sem honum fylgja,
lýsa þeim, meta líkur og afleiðingar, áhættu og tilgreina ráðstafanir.
Óvissustjórnun á íslandi er vaxandi viðfangsefni, sérstaklega þegar okkar litla þjóð er í
síauknum mæli að hasla sér völl á framandi slóðum. Óvissan í slíku framtaki er meiri en
á hinum betur þekkta heimavelli; áhættuþættimir eru fleiri en tækifærin kunna að vera
það líka.
Frekari rannsóknir
Sú athugun á framkvæmd áhættumats framkvæmdaverkefna hér á landi, sem hér er
greint frá, gefur tilefni til þess að kanna frekar með hvaða áhættustjórnun er háttað.
Niðurstöðurnar gefa tilefni til að kanna nánar á hvaða stigi óvissumat verkefna fer fram
með það fyrir augum að leiða í ljós hvort ákvarðanir eru teknar um að ráðast í verkefni
án þess að slíkt mat hafi farið fram.
Ahugavert væri að rannsaka tengsl óvissumats og hagsmunaaðilagreiningar í fram-
kvæmdaverkefnum, ekki síst í umfangsmiklum framkvæmdaverkefnum sem gangast
þurfa undir mat á umhverfisáhrifum og breytingar á aðalskipulagi sveitarfélaga. I slíkum
tilvikum geta lögbundnir umsagnaraðilar verið margir sem auk athugasemdarréttar
almennings skapar samtvinnun óvissumats og hagsmunaaðilagreiningar nýjar víddir.
Þakkir
Höfundar þakka þátttakendum í könnuninni fyrir þeirra þátt og sérstaklega aðstoð Dóru Hjálmarsdóttur verkfræðings hjá
VST við að skerpa á mikilvægum atriðum. Dr.Steven Eppinger er þakkað fyrir að kynda undir áhuga á viðfangsefninu.Önnu
Rún Hrólfsdóttur ráðgjafa og og Eddu Sigriði Hólmsteinsdóttur starfsmanni OR er þakkað fyrir aðstoð við uppsetningu og
framsetningu vefkönnunarinnar og Kristínu Valsdóttur er þökkuð hvatning og yfirlestur.
Heimlldir
[1J Mörður Árnason (ritstj.) (2002). (slensk orðabók. Þriðja útg. Reykjavík. Edda.
[2] Hornby AS, EV Gatenby, H Wakefield (1974).The Advanced Learners Dictionary of Current English. 3rd edition.London.
Oxford University Press.
[3] Sören Sörenson. (1984) Ensk-fslensk orðabók, með alfræðilegu ívafi. Reykjavfk. Örn og Örlygur.
[4] Project Management Institute (PMI) (2004). Project management Body of Knowledge.Third edition. Pennsylvania. PMI.
[5] Kerzner H. (2006) Project management, a systems approach to planning, scheduling, and controlling. 9th edition. New
Jersey. John Wiley &Sons, Inc.
[6] International Standards Organization ISO (2003). 10006:2003 Quality management Systems - Guidelines for Quality
Management in Projects. Second edition. Genf. ISO copyright office.
[7] British Standard Institute (2000). BS 6079-3:2000. Project management, Part 1: Guide to the management of business
related project risk.Bretland.BSI.
[8J Steinunn Huld Atladóttir, Ómar Imsland (2007). Hugtakalykill verkefnastjórnunar. Drög - 4. útgáfa. Sótt 8. maí 2008 á
http://www.vsf.is.
[9] British Standard Institute (2000). BS 6079-1:2000. Project management, Part 1: Guide to Project management. Bretland. BSI.
2 3 0
Árbók V F f /T F I 2008