Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 235
ÚTTEKT Á AÐFERÐUM í STJÓRNUN
VÖRUÞRÓUNARVERKEFNA
Gréta María Grétarsdóttir er meistaranemi I iðnaðarverkfræði við Háskóla Islands og B.Sc. í véla- og iðnaðarverkfræði
frá Háskóla íslands. Gréta Mart'a starfar í fjárstýringu lcebank og hefur meðal annars umsjón með gæðamálum
fjárstýringar.Áður starfaði Gréta María hjá Kögun (áðurVKS) við gæðamál og sem ráðgjafi í upplýsingatækni.
Helgi Þór Ingason er Ph.D. I framleiðsluferlum (stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi og M.Sc. og C.S. í
véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Islands. Helgi Þór hefur meðal annars unnið að rannsóknum, stjórnun minni og
stærri verkefna, stefnumótun, áætlanagerð, umhverfismati og gerð viðskiptaáætlana. Hann er stjórnarformaður í Al,
álvinnslu hf, sem rekur endurvinnsluverksmiðjuversmiðju fyrir álgjall á Reykjanesi, og Norðurbragði hf, sem framleiðir
ensím og hágæðabragðefni á Höfn í Hornafirði. Áður vann hann m.a. við rannsóknir og þróun hjá Islenska járnblendi-
félaginu og sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Helgi Þór er dósent við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölv-
unarfræðideild H(. Hann er forstöðumaður MPM-náms við deildina sem er fjögurra missera meistaranám. Einnig er
hann í forsvari fyrir námsbrautina Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun við Endurmenntunarstofnun Hl. Helgi Þór
hefur alþjóðlega vottun sem verkefnastjóri (Certified Senior Project Manager).
Karl Friðriksson er hagfræðingur frá University of London og starfar sem framkvæmdastjóri mannauðs- og
þjónustusviðs Nýsköpunarmiðstöðvar Islands. Hann er aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Sem ráðgjafi hefur hann
unnið fyrir fjölda (slenskra fyrirtækja og opinbera aðila við stefnumótun, framkvæmd nýsköpunarverkefna og
endurskipulagningu rekstrar. Hann er vottaður verkefnisstjóri og með faglega vottun á sviði vöruþróunar frá The
Product Development & Management Association (Bandaríkjunum. Karl er höfundur bókarinnar Vöruþróun. Frá
hugmynd að árangri sem gefin var út árið 2004 og meðhöfundur bókarinnar Framtíðin. Frá óvissu til árangurs
sem gefin var út á síðasta ári.
Abstract
Models and processes that are used in product development are project management tools to control product develop-
ment projects. Research shows that using a formal process in product development increases the possibility of success but
it is not enough. Activities that stimulate product development success must be integrated into the chosen model. It is
important that companies adjust the model to the operation but not the operation to the model. A number of general
models are available and some models have been shown to give better results than other models. Icelandic companies
should increase their focus regarding product development by a further integration of these activities into their opera-
tions.
Lykilorð: Æviskeiðslíkön, vöruþróun, verkefnastjórnun, árangur.
Inngangur
Vöruþróun er í eðli sínu verkefni sem byrjar með markaðstækifæri og endar í framleiðslu,
sölu eða afhendingu á vöru1. Vara er niðurstaða ferlis, vara getur því verið bæði áþreifan-
leg og óáþreifanleg. Til eru fjórir almennir flokkar vara sem eru þjónusta, hugverk, hlutir
eða búnaður og unnin efni (Staðlaráð, 2006). Til að ná utan um og hafa yfirsýn yfir hina
mörgu og mismunandi þætti vöruþróunar hafa ýmis æviskeiðslíkön verið sett fram í
1 Vara er eitthvað sem selt er af fyrirtæki, samtökum eða stofnun til viðskiptavinar.
L.
Ritrýndar vísindagreinar |233