Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 237
• Uppgötvun-undirbúningur (e. discovery). Sú undirbúningsvinna sem miðar að því
að finna tækifæri og afla hugmynda (oft kallað fuzzy front end.)
• Mat (e. scoping). Hér fer fram bráðabirgðamat á verkefninu - oft er talað um skrif-
borðsrannsókn2.
• Gerð viðskiptaáætlunar. Viðskiptaáætlunin byggir á nákvæmri rannsókn sem tekur
tillit til tækniþátta, markaðsþátta og fjárhagsþátta og metur þannig fýsileika
verkefnisins. Hún felur einnig í sér skilgreiningu á vörunni og verkefninu, réttlæt-
ingu á verkefninu og verkefnisáætlunina.
• Þróun. Undir þróun falla nákvæm hönnun og þróun á vörunni, ásamt þeim ferlum
og aðferðum sem beita þarf við framleiðsluna.
• Prófanir og sannreyningar (e. testing and validation). í þessu felast prófanir og til-
raunir viðskiptavina, rannsóknastofa og verksmiðja á vörunni til að sannreyna og
staðfesta að allt sé í lagi.
• Markaðssetning. Hér er vara sett í fulla framleiðslu og markaðssett.
Fyrirtæki eru misjöfn og þurfa þau að aðlaga líkanið að sinni starfsemi, hluti af því er að
skilgreina hvaða þrep líkanið á að innihalda. Þrepin eru yfirleitt fjögur, fimm eða sex en
geta þó verið fleiri eða færri. Þannig má sleppa þrepum eða sameina þrep, allt eftir því
hvað hentar. Eitt þrep til viðbótar við þau sem talin eru upp er þó nauðsynlegt í ferlinu
og er það stefnumótun. Hún er ekki hluti af mynd Coopers vegna þess að stefnumótun
er grundvöllur fyrir því að árangur náist með líkaninu. Því á hún ekki heima á neinurn
einstökum stað í ferlinu heldur fylgir hún ferlinu frá upphafi til enda. Fyrir framan hvert
þrep er gátt þar sem ákvörðun er tekin um hvort halda eigi áfram. I gáttunum er ferlinu
stjórnað, þar fer fram rýni á því sem hefur verið gert, öllum nýjum upplýsingum er safn-
að saman og ákvarðanir teknar. Uppbygging allra gátta er svipuð og byggja þær á eftir-
farandi atriðum:
Innlegg. Það sem teymi og verkefnastjórar þurfa að afhenda. Þetta eru t.d.
niðurstöður verkþátta sem unnir voru á þrepinu á undan gáttinni. I gáttinni á undan,
nánar tiltekið úttakshluta hennar, er skilgreint hvaða innlegg séu í næstu gátt.
Mælikvarðar. Mælikvarðar og viðmið sem verkefni verður að
uppfylla til að haldið sé áfram með það. Þetta er oft í formi
gátlista. Spurt er spurninga eins og: Er verkefnið í samræmi
við stefnu okkar? Hversu mikils virði er varan viðskipta-
vinum?
Úttak. Sú ákvörðun um hvort halda eigi verkefni áfram, bíða
með það eða hætta alveg við það. Samþykkt áætlun um
framhaldið, til dæmis aðföng fyrir næsta þrep og hvað verður
innlegg í næstu gátt.
Yfirleitt hafa yfirstjómendur með viðeigandi þekkingu umsjón
með gáttum og eru einskonar verðir sem fylgjast með því sem fer
í gegnum gáttina. Þeir bera ábyrgð á aðföngum og hafa vald til að
láta þau í té og því eðlilegt að þeir ákveði hvort haldið sé áfram.
Likan Urban og Hauser
í bókinni „Design and Marketing of New Products" (Urban og
Hauser, 1993) setja Urban og Hauser fram líkan þar sem lögð er
áhersla á hönnun og markaðssetningu í vöruþróun. Bókin kom
fyrst út árið 1980 og önnur útgáfa kom út árið 1993, verulega
endurbætt. Þær breytingar sem urðu á umhverfinu á milli útgáf-
anna og höfðu áhrif á vöruþróun voru meðal annars alþjóða-
væðing og tæknivæðing. Notkun á þverfaglegum teymum varð
2 Safnað er saman margvíslegum prentuðum heimildum sem tengjast viðfangsefninu,
útgefnum og óútgefnum, og dregnar ályktanir út frá innihaldi þeirra.
Ritrýndar vísindagreinar i 2 3 5