Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 239
• Markmið og nákvæmar skilgreiningar á þeim hluta vörunnar sem verið er að vinna.
• Hvaða möguleikar eru við innleiðingu þessa hlutar, hönnun X, hönnun Y, endurnýta,
kaupa o.s.frv.
• Skorður sem settar eru varðandi kostnað, áætlun, viðmót o.þ.h.
Þegar búið er að skilgreina ofangreind atriði þarf að meta þá möguleika sem eru í stöð-
unni. Oft á tíðum koma fram ýmsir óvissuþættir þegar verið er að meta þessa möguleika
og því mikilvægt að nota tæki og tól áhættugreiningar til að komast að góðri niðurstöðu.
Þegar niðurstöður áhættugreiningar liggja fyrir er hnfist handa við að skipuleggja næstu
skref. Þegar þeirri skipulagningu er lokið er ljóst hvað þarf til þess að halda verkefninu
áfram og hversu mikillar skuldbindingar það krefst. Hverjum hring spíralsins líkur svo
með rýni helstu stjórnenda verkefnisins á því sem gert var í hringnum.
Önnur líkön
Ymis önnur líkön eru notuð í vöruþróun en ekki er tóm til þess að minnast á nema
nokkur þeirra hér.
Fossalíkanið er einfalt líkan sem áður fyrr var mikið notað í vöruþróun og þá sérstaklega
í hugbúnaðarþróun. í dag er fossalíkanið ekki notað nema í mjög einföld verkefni og fyrir
slík verkefni getur það hentað vel. í fossalíkaninu reka þrepin hvert annað þannig að ekki
er hægt að fara á næsta þrep fyrr en þrepinu á undan er lokið. Þrepin sem um ræðir eru
oftast kröfugreining eða þarfagreining, hönnun, innleiðing, prófanir, og viðhald. I hinu
hefðbundna fossalíkani þar sem engar ítranir eiga sér stað þarf að gera ráð fyrir að
þarfirnar séu stöðugar í gegnum ferlið, en raunin er yfirleitt önnur.
DSM (Design Structure Matrix) venslafylki, er aðferðafræði sem þróuð hefur verið til
verkefnastjórnunar í flóknum vöruþróunarverkefnum. Almennt má nota aðferðina til að
greina mjög fjölbreytta hluti eins og hversu langan tíma verkefnið tekur, til að lágmarka
neikvæðar ítranalykkjur og til að draga úr áhættu í verkefnum. Aðferðin byggist á því að
setja upp ferningslaga fylki með venslum milli kerfshluta, hvort sem um er að ræða
íhluti, verkþætti, ferli, teymi eða önnur viðfangsefni.
DFSS (Design for six sigma) er nálgun í vöruþróun sem sprottin er úr gæðastjórnun og
byggir á því að afhenda rétta vöru, á réttum tíma og á réttu verði (Evans and Lindsay,
2005). Nokkur líkön hafa verið sett fram í aðferðafræði six sigma og nokkrir grunnþættir
eru sameiginlegir þeim öllum. Þættirnir eru: Skilgreina þarfir notenda, greina þarfir og
forgangsraða, þróa, færa þarfir frá lausn niður á undirkerfi - íhluti og ferla, finna mögu-
leg töp í ferlinu og reyna að fyrirbyggja þau. Að lokum er gerð áætlun til að halda utan
um m.a. eiginleika vöru og aðra tengda þætti (Brue and Launsby, 2003). I DFSS er mælt
með að í lok hvers þreps séu gögn rýnd og tekin sé ákvörðun um framhaldið á grund-
velli rýninnar.
í greininni What is „lean" about product development? (Radeka and Sutton, 2007) er lýst
nálgunum straumlínuvöruþróunar og útskýrt hvernig lögmál og framkvæmd aðferð-
arinnar hafa virði viðskiptavina í hávegi. Þegar verkefnateymi ætla að nýta sér aðferða-
fræði straumlínuvöruþróunar er mikilvægt að hafa fimm spurningar í huga: 1. Hvert er
virði vöru fyrir viðskiptavini? 2. Hvaða fórnir þarf að færa þegar reynt er að skapa virði
bæði fyrir millinotendur og lokanotendur? 3. Hvaða aðgerðir í vöruþróunarferlinu krefj-
ast einlivers sem veldur sóun (e.waste)? 4. Hvaða aðgerðir í vöruþróunarferlinu stuðla að
auknu virði vörunnar gagnvart viðskiptavinum? 5. Hvað í vöruþróunarferlinu leiðir af
sér ónauðsynlega hluti sem valda tapi? Eins og sjá má á er virði viðskiptavina haft í
hávegum í straumlínuvöruþróun óháð því hvar viðskiptavinirnir eru í ferlinu. Þetta er
mikilvægt að skoða með tilliti til gæðastjórnunar í vöruþróun.
Flestir framleiðendur gera ráð fyrir að þarfir notenda séu einsleitar og þróa vörur þannig
að þarfir sem flestra notenda séu uppfylltar. Eric von Hippel (Hippel, 2005) segir þó að
Ritrýndar vísindagreinar i 2 3 7