Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 244
sóttvarnalög sem gera ráð fyrir skráningarskyldu og í sumum tilfellum einnig tilkynn-
ingaskyldu á smitsjúkdómum (Sóttvarnarlög nr. 19/1997).
Af þeim sjúkdómsvaldandi örverum sem hér hafa verið nefndar geta E.coli-EHEC,
Campylobacter, Salmonella, Giardia og Cryptosporidium borist bæði með mönnum og dýrum
(WHO, 2004). Sumar rannsóknir benda til að nóróveira geti einnig borist með dýrum,
aðallega svínum og nautgripum (Mattison o.fl. 2007), þar sem komið hefur í ljós að
nóróveirur í mönnum og dýrum eru náskyldar en margt er þó enn óljóst og eru rann-
sóknir í gangi til að varpa ljósi á það (Scipioni o.fl. 2007).
Nóróveira (Norwalk-veira) er hluti af caliciveiru-fjölskyldunni sem er algeng orsök
bráðrar iðrakveisu í öllum aldursflokkum og hátt sýkingarhlutfal) bendir til að lítið þurfi
af veirunni til að smitast (WHO, 2004). Hún er algengasta orsök faraldra af völdum
iðrakveisu í mönnum sem ekki eru af völdum bakteríusýkinga (Scipioni o.fl. 2007).
Veiran er harðger og er víða að finna í umhverfinu. Smitleiðir eru margar; algengastar eru
við snertingu milli manna og með lofti (WHO, 2004) en einnig getur veiran borist með
fæðu og vatni. Mikið af veirunni skilst út í saur frá smituðum einstaklingum og hún er
því í frárennsli í miklu magni þar sem smitaðir einstaklingar eru. Meðgöngutími sýkingar
er einn til tveir sólarhringar og hún varir oftast í 1-2 daga en fólk er smitandi í þrjá daga
eftir að sýking er hætt (Asa Atladóttir, 2007). Einkennin eru niðurgangur og/eða uppköst
sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti og sýkingin
getur valdið verri einkennum hjá einstaklingum sem eru veilir fyrir. Einstaklingur getur
þó verið einkennalaus þrátt fyrir smit.
Markmið þessarar rannsóknar er að meta með þekktum aðferðum ferðafærni sjúkdóms-
valdandi örvera og bera saman við vatnsborinn faraldur sem varð í Mývatnssveit sum-
arið 2004. Faraldurinn varð af völdum nóróveiru sem barst með grunnvatni úr rotþró í
vatnsbrunn og þannig í neysluvatnið. Fyrst er frásögn af atburðinum og hann rakinn í
tímasetta atburðarrás. Síðan er fjallað um aðstæður á svæðinu og vatnsveitunni lýst og
niðurstöður örverugreininga í kjölfar atburðarins skoðaðar. Einnig eru úrkomumælingar
skoðaðar þar sem vatnsbornir faraldrar eru oft í kjölfar mikillar úrkomu. Þá er sett fram
reiknilíkan fyrir ferðafærni örvera út frá því hvernig þær týna tölunni og vatnafræði-
legum forsendum, s.s. lekt og grunnvatnsstreymi. Farið var í töluverða heimildaleit á
hrörnunarstuðlum fyrir örverur við mismunandi aðstæður og hitastig á grunnvatni.
Faraldurinn í Mývatnssveit
Sumarið 2004 komu upp þrjár hópsýkingar af völdum nóróveiru á Islandi sem mátti rekja
til neysluvatns (Margrét Geirsdóttir, 2004). Þessir faraldrar voru á ferðamannastöðum og
talið er að um 300 manns hafi veikst, flest erlendir ferðamenn (Asa Atladóttir, 2006).
Aðeins í einni af þessum þremur hópsýkingum var staðfest að sama afbrigði af veirunni
var í neysluvatni og í saur sjúklinga, þó að talið sé nær öruggt í öllum tilfellum að smit
hafi borist með neysluvatni (Valdimar Brynjólfsson, 2004). A þessum tíma var ekki hægt
að rækta veirur úr neysluvatni hér á landi, en senda þurfti sýni til útlanda til greiningar.
Síðan árið 2006 hefur Matís ohf. getað greint nóróveirur í vatni (Viggó Marteinsson, 2008).
Ræktanir úr saursýnum fara hins vegar fram á Veirudeild Landspítalans.
Nánari tildrög þessa máls eru þau að í byrjun ágúst 2004 kom upp faraldur í ferðamanna-
hópi sem gisti á Hótel KEA á Akureyri. Hópurinn hafði haft viðdvöl á Hótel Gíg í
Mývatnssveit nóttina áður og borðað þar kvöldmat. Ferðamannahópurinn samanstóð af
tuttugu og sex einstaklingum og af þeim veiktust tuttugu og einn. Hópurinn ferðaðist um
landið í rútu. Fyrst var haldið að um matareitrun væri að ræða en síðan kom í ljós að far-
aldurinn átti upptök sín í neysluvatni. Rannsókn sýndi að sama gerð af nóróveiru
(arfgerð 2) var í saursýni frá hótelgestum og fannst í neysluvatninu. Upplýsingar komu
fram um þrjá aðra hópa sem höfðu haft viðdvöl á hótelinu á tímabilinu 31. júlí til 3. ágúst
auk íbúa í tveimur nálægum húsum, tengd sömu vatnsveitu og höfðu veikst á sama tíma.
2 4 21 Arbók VFl/TFl 2008