Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 245
Einnig urðu starfsmenn hótelsins og aðstandendur þeirra veikir. Ennfremur kom í ljós að
íbúar sumarhúss á veitusvæðinu höfðu oft veikst á síðastliðnum árum. Þessi endurtekna
sýking var alltaf síðla sumars. Fjórða ágúst voru gefin út tilmæli um að sjóða allt vatn og
eftir það voru engin ný tilfelli af nóróveiru. Hótelhaldara voru send tilmæli um úrbætur
á vatnsveitu og voru þær að nokkru komnar í gagnið vorið eftir áður en hótelstarfsemi
hófst. Sett var upp útfjólublátt geislatæki til að drepa sjúkdómsvaldandi örverur og situr-
lögn frá rotþró var færð niður fyrir hótelið og fjær rennslisstefnu grunnvatns. í töflu A.l
í viðauka er dregin saman helsta atburðarás og viðbrögð við faraldrinum eins og hér
hefur verið lýst.
Vatnsveita og fráveita á svæði Hótels Gígs
Vatnsveitan þjónar sumarhóteli með 37 herbergjum, fimm íbúðarhúsum og geymsluhús-
næði (áður sundlaug) vestan við hótelið, þ.e. fyrrverandi skólastjórahúsi og fjórum
húsum í Álftagerði. Álftagerðisbæirnir eru 4-500 m vestan við vatnsbrunninn (sjá mynd 1).
Hótelbyggingin var áður grunnskóli sem byggður var á sjöunda áratugnum á landa-
merkjum Álftagerðis og Skútustaða. Skólinn var sameinaður grunnskólanum í
Reykjahlíð og síðar aflagður árið 1996 (Jón Gauti Jónsson, 2006). Árið 1998 hófst þar
hótelrekstur. Neysluvatn er tekið úr brunni sem grafinn var á bökkum Mývatns. Svæðið
er á miklu gervigígasvæði við sunnanvert Mývatn. Gervigígarnir urðu til við gos í
Þrengsla- og Lúdentarborgum fyrir um 2500 árum þegar hraun rann yfir þáverandi
Mývatn (Kristján Sæmundsson, 1991). Jarðlög á þessum stað eru því vikurgjall og hraun.
Vikur er að mörgu leyti frábrugðinn öðrum jarðefnum og er talinn hafa góða eiginleika
til að sía frá mengun (Pang o.fl. 2003).
Vatnsbrunnurinn er um þrem til fjórum metrum
frá vatnsbakkanum í svonefndri Sigurðarlág (sjá
mynd 1) þar sem er mikill grumwatnsstraumur til
vatnsins frá suðri á um 150 metra strandlengju
(Arngrímur Geirsson, 2007). Grunnur brunnur var
grafinn og plastdúkur settur upp milli brunns og
vatns til að varna innstreymi frá vatninu. Upp-
haflega voru þrjár dælur sem dældu vatninu í þrjár
greinar; að skólanum, sundlauginni og í Álftagerði
en dælunum hefur nú verið skipt út fyrir eina. Læst
dæluhús hýsir vatnstökumannvirki.
Þegar skólanum var breytt í hótel var sett niður ný
þriggja hólfa rotþró og hún færð nær húsinu og sett
í stefnu og ofan við grunnvatnsstrauma til vatns-
brunnsins (sjá staðsetningu rotþróar á mynd 1). Um
svipað leyti voru vatnsveitulagnir að hóteli endur-
nýjaðar, skipt út galvaniseruðu stáli með plastlögnum en aðrar lagnir eru óbreyttar. Allt
frárennsli frá salernum og einnig grávatn frá hótelinu er leitt í rotþróna sem rúmar um
10 þúsund lítra. Fjarlægð frá rotþró til vatnsbrunns er um 80 metrar og liæðarmunur í
landi er um 10 m. Talið var að jarðvegurinn myndi hreinsa frárennslið áður en það
kæmist í grunnvatnið. Árið 2004 þegar faraldurinn varð var hænsnahús í brekkunni
neðan við hótelið en nokkru vestar en vatnsbrunnurinn, en það hefur nú verið fjarlægt.
%
. Álftagerði
Alf<abi
\ alnsbrunDur
Sigurðar-í^^’
.... “s i
Ullartjöm
Rcið
klcttar
a Hncðuhvtr
Im
“ Hótel ®°'Þró
1 *Sel
'Riífugei'ðis- V*
hóll/ s
\
^ Stakh
Geiugji
Kirkjumvrar-
•hóll
- * Skútustaðir
l'rihvrningur
Baldurshcimsborg
Bajflrmýri , ,
hmitrmmípcllu, HiUlhóll Kirkja t
O. O , t*orc m litnbrái,.
Parid/i V StáraborR
Skjól
Mynd 1. Staðsetning mannvirkja - vatns-
brunnur, rotþró og Hótel Gígur.
(Heimild fyrir korti: Jón Gauti Jónsson, 2006)
Niðurstöður örverugreininga á vatnssýnum
Eins og lýst er hér að framan voru tekin sýni til bakteríugreininga þegar grunur lék á að
neysluvatn væri mengað og var það Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra, HNE, sem
hafði umsjón með því. Sýnin voru greind á Rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar, sem
nú er liluti af Matís ohf. Þau voru tekin úr krana á liótelinu og í sumarhúsi og einnig úr
Ritrýndar vísindagreinar
2 4 3