Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 248
Lektin k er hér áætluð út frá leiðnigildi sem notað er í einslags grunnvatnslíkan á
svæðinu (Verkfræðistofan Vatnaskil, 2007) þar sem leiðnigildið er 0,25 m2/s. Leiðnin er
margfeldi lektar og þykktar. Basalthraun eru oftast á bilinu 5 til 10 metra þykk (Arni
Hjartarson, 1994). Skv. upplýsingum frá Vatnaskilum er þykktin á þessu svæði áætluð
10 m (Eric Myer, 2008) sem gefur lekt 0,025 m/s eða 2160 m/dag. Þetta er lekt fyrir vikur
og hraunlög í Mývatnssveit og er af sömu stærðargráðu og venjulega er notað fyrir möl
(Hemond og Fechner-Levy, 2000).
Gropið rj er valið 20% sbr. töflu yfir grop íslenskra jarðlaga í Árni Hjartarson (1994). Þar
er grop fyrir blöðrótt hraun gefið gildin 15 til 25% og hér er valið miðgildið. Pang o.fl.
nota 20% virkt grop í útreikningum á ferðafærni örvera í vikri á Nýja Sjálandi (Pang o.fl-
2003).
Hallinn dh/dl er áætlaður út frá upplýsingum um meðalgrunnvatnshæð í Helgugjá í
grunnvatnslíkani Vatnaskila sem er 280,34 m.y.s. og meðalvatnshæð Mývatns er skv.
vatnshæðarmæli Vatnamælinga Orkustofnunar vhm 477 við Garð í Syðriflóa 278,78 m.y.s
fyrir tímabilið 1.6 til 31.8 2004 (óbirt gögn Vatna-
mælinga unnin fyrir Landsvirkjun). Helgugjá er
4200 m austan við vatnið sunnan við Dimmuborgir
og það gefur um 0,37 m halla á km. Grunn-
vatnshraði á svæðinu er því skv. þessum for-
sendum um 4 m/dag. Vatnshæðarmælirinn við
Garð er í um 3,5 km fjarlægð frá Álftagerði og
vatnsveitunni sem hér um ræðir.
Fjarlægðin frá rotþró að vatnstökubrunni er 80
metrar og rennslisstefna grunnvatns er beint í
norður á þessu svæði sbr. grunnvatnslíkan Vatna-
skila (Vatnaskil, 2007) og því í beinni línu milli
rotþróar og vatnsbrunns (sjá mynd 1 og mynd 3).
Áætla þarf gildi fyrir hrörnunarstuðulinn p og seinkunarstuðulinn R fyrir örverurnar.
Matið er ýmsum annmörkum háð því stuðlarnir eru báðir háðir mörgum þáttum. Hér er
stuðst við niðurstöður tilrauna og ferilprófana frá ýmsum aðilum. Líftími örvera er m.a.
háður hitastigi á vatninu, og getur stuðullinn verið tífalt hærri við 20°C en við 4°C.
Hitastig á lindum við sunnanvert Mývatn er um 6°C og er það nokkuð stöðugt óháð
árstíðum (Jón Ólafsson, 1991).
Miklar rannsóknir eru nú í gangi víða erlendis á líftíma örvera við ýmsar aðstæður, s.s. í
grunnvatni. Sjónum hefur mjög verið beint að veirum sem versta tilfelli þar sem þær
vegna smæðar sinnar komast í flestum tilfellum lengra en bakteríur og frumdýr í jarð-
vegi. Frumdýrin eru ekki talin komast langar leiðir í grunnvatni þar sem þau eru stór
miðað við bæði bakteríur og veirur. Frumdýrin eru því líklegri til að síast fljótt úr jarð-
veginum. Rannsóknir hafa sýnt að veirur lifa lengur en bakteríur í grunnvatni þar sem
þær eru harðgerari gagnvart álagi frá umhverfinu, en frumdýrin eru þó enn harðgerari.
Veirur hafa greinst í grunnvatnssýnum af 30 metra dýpi og einnig í yfir kílómetra frá
skólphreinsistöðvum (Azadpour-Keeley, 2003). Til að gera þessar tilraunir eru notaðir
sem staðgenglar bakteríufagar (bacteriophages) sem eru veirur sem fjölga sér í bakteríum
og eru hættulausar mönnum en hegða sér á svipaðan hátt og veirur. Tilraunir hafa verið
gerðar með margar gerðir sem talið er að líkist sjúkdómsvaldandi veirum. Rannsóknir
benda til að m.a. MS2 kolífagar séu ágætir staðgenglar fyrir nóróveiru (Bae ofl. 2008).
í nýju riti Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar „Protecting Groundwater for Health" er
samantekt á rannsóknum á hrörnunarstuðlum fyrir hinar ýmsu örverur (Pedley o.fl. 2006).
2 4 6 | Arbók VFl/TFl 2008