Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 249
Aðaláherslan í rannsóknum er á veirur en minna er til af niðurstöðum fyrir bakteríur og
frumdýr. Rannsóknirnar eru oftast framkvæmdar við hærra hitastig (15-20°C) en gengur
og gerist í íslensku grunnvatni en þó eru til niðurstöður á rannsóknum á MS2 frá bæði
Yates (Yates o.fl. 1985) og Schijven (Schijven o.fl. 2003) við 5°C. Hér er valið að nota hröm-
unarstuðul Yates þar sem hann gefur lengri líftíma. Hrörnunarstuðlar fyrir aðrar örverur
eru áætlaðir fyrir íslenskar aðstæður með því að lækka stuðullinn um fimm prósent við
hverja gráðu niður sbr. niðurstöður Yates frá 23°C niður 5°C (Yates o.fl. 1985). Hrörn-
unarstuðlar notaðir í útreikningum í þessari grein eru feitletraðir í töflu 3.
Tafla 3 Val á örverustuðlum.
Örverur Heimildir fyrir Hitastig Hrörnunarstuðull Seinkunarstuðull
hrörnunarstuðlum °c dag'1 R
MS2-staðgengill Yateso.fl. (1985) 23 0,73 1,41
nóróveiru Schijven o.fl. (2003) 5 0,082
Yates o.fl. (1985) 5 0,064
E.coli Meschkeo.fi. (2001)1 14 0.52 1.441
Pedleyo.fi. (2003)
Áætlað 6 0,26
Saurkólígerlar Keswick o.fl.(1982) í 15-20 0,83 1,31
Pedley o.fl. (2006)
Áætlað 6 0,36
Salmonella McFeters o.fl. (1974) í 9-13 0,50 1,B2
typhimurium Pedley o.fl. (2006)
Áætlað 6 0,40
1) Pang o.fl. (2003) 2) áætlað
Þegar örverur ferðast í grunnvatni geta þær límst við föst jarðefni. Þetta veldur seinkun
sem er bæði háð gerð jarðefnisins, s.s. viðloðun og holrýmd og eðliseiginleikum hinna
mengandi efna, s.s. stærð þeirra og lögun. Tafla 3 sýnir einnig seinkunarstuðul (retarda-
tion) R fyrir MS2, E.coli og saurkólígerla sem eru fengnir úr tilraunum frá Nýja Sjálandi
(Pang o.fl. 2003). Þær tilraunirnar voru gerðar í vikurjarðvegi og framkvæmdar á
tilraunastofu við 20°C hita. Ekki er gert ráð fyrir að hitastig hafi áhrif á seinkunar-
stuðulinn og því eru þessir stuðlar notaðir óbreyttir fyrir Mývatn.
Niðurstöður og umræða
Niðurstöður grunnvatnsreiknilíkansins eru þær að það tekur grunnvatnið u.þ.b. 20 daga
að komast frá rotþró að vatnsbrunni. Það tekur örverurnar hinsvegar 26 til 28 daga að
komast í vatnsbrunninn frá því þær komast niður í grunnvatnsstrauminn úr rotþrónni
miðað við þá seinkunarstuðla sem valdir eru.
Eins og kom fram í veðurfarskaflanum að framan getur úrkoma flýtt för örvera niður í
grunnvatnið. Því má telja líklegt að úrkoman 1. júlí eða 30 dögurn áður en veikin kemur
upp hafi átt þátt í að því að örverur bárust í grunnvatnið. Þá hefur það tekið mengunina
um tvo til fjóra daga að fara í gegnum rotþró, siturlögn og gegnum jarðlög niður í grunn-
vatnsstrauminn.
Tafla 4. Hlutfall örvera viö vatnstöku.
Örverur Hrörnunarstuðull C(L=80m)/co Tími fyrir 99% (2log) Fjarlægð við 99%
p minnkun minnkun
dagar'1 dagar m
MS2 0,064 0,17 72 206
E.coli 0,26 5,6*10'4 18 49
Saurkólígerlar 0,36 8,6*10"5 13 39
Salmonella typhimurium. 0,40 3,0* 10-5 12 35
Ritrýndar vísindagreinar
2 4 7