Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 250
Niðurstöður reiknilíkans á styrk örvera eru sýndar
í töflu 4. Eins og fram kom áður, þá eru niðurstöður
fyrir MS2 kólífaga notaðar við útreikninga á styrk
nóróveira. Styrkur nóróveiru við vatnsbrunninn
eftir 30 daga ferð að vatnsbrunninum er 17% af
upphaflegum styrk. Það tekur veirur 72 daga við
þessar aðstæður að verða 1% af upphaflegum styrk
og þá hefur hún ferðast a.m.k. 206 metra. Styrkur
baktería er orðinn nær enginn við brunninn enda
deyja þær mun hraðar en veirumar. Eftir 12 til 18
daga er styrkur þeirra kominn niður í 1% og þá hafa
þær farið um helming af leiðinni frá rotþró að
brunni. Ferðafærni og líftími veira ætti því að vera
ráðandi um staðsetningu rotþróa.
Mynd4. Hlutfallslegt magn af örverum sem Á d 4 sést ag ma yeira minnkar töluvert
fall af fjarlægð frá rotþró. Brunnurinn er 180 m , J t , 11. m • T ,_________-Vc
fjarlægð frá rotþró. hægar en baktena skv. þessu hkani. Lagmarks
fjarlægð fra rotpro 1 brunn til að varna veirusmiti er
200 metrar á meðan bakteríur eru allar horfnar á 40
til 50 metrum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður örverugreininga a
vatnssýnum eins og kemur fram í töflum 1 og 2.
Vert er að skoða staðsetningu annarra rotþróa í nágrenninu sem gætu skapað hættu fyrir
vatnsbólið. Einnig er vert að benda á að það veldur hættu á að saurkólígerlamengun
berist í Mývatni að staðsetja rotþrær nær en 50 metra frá vatnsbakkanum, sbr. mynd 4.
Einnig skapar það hættu á gerlamengun að hafa vatnsinntak fyrir vatnsveitur of nálægt
vatninu.
Samantekt
Sumarið 2004 veiktust um hundrað gestir á Hótel Gíg í Mývatnssveit af nóróveiru sem
rakin var til saurmengaðs neysluvatns. Örverumæling á sýnum af neysluvatninu greindi
engar bakteríur af sauruppruna en nóróveira greindist í miklu magni í neysluvatni. Rot-
þró fyrir hótelið er staðsett 80 m sunnan við vatnsbrunninn sem er niðri við vatnsbakka
Mývatns. Rennslisstefna grunnvatns á svæðinu er beint í norður. Niðurstöður reikni-
líkans fyrir ferðafæmi og líftíma örvera í grunnvatni sýna að veirur hafa getað skilað sér
í vatnsbrunninn í miklu magni á meðan styrkur baktería er hverfandi. Til að tryggja að
veirur berist ekki úr rotþróm í vatnsbrunna þarf fjarlægð á milli þeirra að vera a.m.k.
200 metrar við þær aðstæður sem eru í Mývatnssveit. Það tekur veirur sjötíu og tvo daga
að verða 1% af upphaflegum styrk en það tekur bakteríur innan við tuttugu daga.
Þakkir
Höfundar þakka þeim sem veittu upplýsingar og góð ráð. Þau eru Valdimar Brynjólfsson hjá
Heilbrigðiseftirliti Norðurtands eystra, Eric Myer hjá Verkfræðistofunni Vatnaskilum, Guðrún
Gísladóttir á Veðurstofu íslands, Árni Hjartarson og Þórólfur Hafstað á ÍSOR, Ása Atladóttir hjá
Landlæknisembættinu og Elín Guðmundsdóttir á Umhverfisstofnun. Auk þess þökkum við
Katrinu Charles og Steve Pedley, starfsmönnum við Robens Centrefor Public and Environmental
Health við Háskólann í Surrey, fyrir ábendingar varðandi örverustuðla. Einnig eru þakkir færðar
til ívars Sigmundssonar, starfsmanns Hótel KEA,fyrir greið svör og aðstoð við að afla upphjsinga.
2 4 81 Arbók VFl/TFl 2008