Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 254
Inngangur
Þegar kerfismynstur í skipulagi borga og sjúkrahúsa eru skoðuð saman má sjá áhuga-
verðar hliðstæður. Hliðstæður í þróun þessara kerfa geta gefið vísbendingar um mótun
þeirra til framtíðar.
Sjúkrahús og borgir eiga það sameiginlegt að spretta upp vegna þarfa manna til að móta
umhverfi sitt og búa þannig til kerfi fyrir athafnir sínar. Þroskaferill sjúkrahúsa og borga
í sögunni er að mörgu leyti líkur, grunnskipulag þeirra þróast vegna tækniframfara og
umferðar en einnig eftir því hvaða huglægu kerfismynstur eru ríkjandi í þjóðfélaginu á
hverjum tíma [1]. Þegar kerfi sjúkrahúsa eru skoðuð með því að líkja híbýlum fólks við
sjúkrarúm og þjónustukjarna borgar við stoðrými deilda, má sjá hvernig þróun skipulags
þessara tveggja kerfa helst að verulegu leyti í hendur. Með því að skoða breytingar á
grunnkerfi borgarskipulagsins getur skipuleggjandi sjúkrahúss öðlast dýpri skilning á
mögulegri þróun og grunnuppbyggingu þess og öfugt. Tilgangur þessarar greinar er að
draga fram hliðstæður í þróun skipulags borga og sjúkrahúsa.
Grunnkerfi borga og sjúkrahúsa
Þorp mynduðust í upphafi sem þyrpingar bæja með markaðstorg í miðjunni. Þegar
þorpin stækkuðu breyttist markaðstorgið víða í ílanga verslunargötu og þorpið varð að
bæ með umferðarkerfi. Eftir því sem íbúum fjölgaði þéttist byggðin.Vegna nálægðar íbúa
hvers við annan, og vegna aukinna samgangna fólks, sköpuðust aðstæður fyrir sótt-
kveikjur og faraldrar brutust út.
Það var á miðöldum sem fyrsti vísir að sjúkrahúsum kom fram, en það voru líknardeildir
í klaustrum sem voru staðsett í jaðri borgarinnar. Deildirnar voru stórir salir, rúmum var
raðað upp í kringum vaktina sem var staðsett í miðjunni, þannig að nunnurnar höfðu
góða yfirsýn yfir sína sjúklinga eins og sést á mynd 1 [2; 3] - hér má sjá hliðstæðu við
markaðstorg þorpanna.
Þorpin stækkuðu, uxu saman og urðu að borg. Oft uxu þau í kringum sértæka fram-
leiðslu. Það urðu til þjónustu- og starfsgreinar sem röðuðu sér í kringum miðkjarnann. I
gömlum borgum Evrópu má enn sjá leifar þess í nafnagiftum hverfa, s.s. sútarahverfi og
kjötmarkaður. Ibúðarbyggð reis í kringum kjarnann, með verslun í göngufæri.
Þróun sjúkrahúsa er hliðstæð: Byggðin í kringum
klaustrin þéttist, klaustursjúkradeildirnar allt að
fimmfölduðu stærð sína og hið opinbera tók að
reisa sjúkrahús í þéttbýli og spítalar fyrir geðveika
voru þyggðir. Endurreisnarmenn sem voru frum-
kvöðlar á mörgum sviðum sýndu veldi sitt í stórum
byggingum og því með stórum sjúkrahúsum.
Sjúkrahús og sjúkraskýli risu víða um borgirnar, en
aðgreining sjúklinga fór eftir efnahag. Með tím-
anum urðu margvíslegar tækniframfarir sem gerði
betri lækningu mögulega og hjúkrunarkonur tóku
smám saman við af nunnum. Sjúkradeildir voru
áfram stórir salir sem voru hólfaðir niður með
veggjum eða skilrúmum. Vaktin var í miðjunni og
kynin voru aðgreind, sjá mynd 1 [2;3].
2 5 2
Arbók VFl/TFl 2008