Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 255
Áhrif iðnbyltingar á skipulag
Borgir tóku stórkostlegan vaxtarkipp með iðnbyltingunni. Tækninýjungar í framleiðslu
og samgöngum urðu til þess að borgir breiddu hratt úr sér og fjarlægðir milli borgarhluta
jukust. Aðgreining hverfishluta varð meiri og sérstök iðnaðar- og verslunarhverfi urðu
til. I borgarskipulaginu leiddi sívaxandi sérhæfingarþróun líka til æ meiri dreifingar
sérhæfðra framleiðslu í ákveðnum hverfishlutum, og þá um leið til æ lengra gatnakerfis.
I borgum varð tilkoma bílsins til að ýta undir þessa þróun og einnig, sem var jákvætt, til
að auka ferðafrelsi fólks [4].
I byrjun 18. aldar, á tímum iðnbyltingar, varð mesta breytingin í skipulagi sjúkrahúsa
vegna útkomu bókanna Notes on Nursing (1858) og Notes on Hospital (1859) eftir
Florence Nightingale. Þar leggur hún grunn að hugmyndafræði um skipulag nútíma-
sjúkrahúsa. Þetta tímabil er kallað Florengale-íska tímabilið. í bókunum var skrifað um
bjartar stofur, aðgreiningu sjúkdóma, efnisval með tilliti til hreinlætis, náttúrulega
loftræsingu, útsýni, staðsetningu glugga miðað við rúm og tengingar þjónustu- og stoð-
kjarna spítalans við legudeildir, sjá mynd 2. Við hönnun sjúkrahúsa frá þessum tíma var
tekið mið af hugmyndum hennar, „en þar sem hún var hvorki arkitekt né karlmaður var
hún skylduð til að standa á bakvið tjöldin" [3].
A þessum tíma laut sjúkrahússkipulagið sömu lög-
málum og borgin. Þróun byggingarinnar fór að líkj-
ast stórborg, með flóknum umferðarleiðum og
tæknikerfum. Uppbygging var nauðsynleg vegna
aukins fólksfjölda og áherslubreytinga í hjúkrun, en
tækniframfarir í læknisvísindum voru þó hægar [3].
Byggingar sjúkrahúsa hækkuðu, legudeildir, skurð-
stofur og þjónustudeildir voru aðgreindar líkt og
hverfi í stórborg. Með þessu átti sér stað sérhæfing
mismunandi sérgreina og um leið varð til umferð-
arnet sem tengdi deildirnar saman. Sérhæfing
sjúkrahúsa varð með svæðisskiptingu á þjónustu
við legudeildir, stoðdeildir og bráðakjarna, sjá
myndir 1 og 2 [3,5].
Mynd 2. útlit og grunnplan St.Thomas
sjúkrahússins í London árið 1871.
Uppbygging eftir seinni heimsstyrjöld
A síðari hluta 20. aldar, eða á tímabilinu eftir seinni heimsstyrjöld, var uppbygging borga
hröð þar sem eyðilegging var víða mikil vegna stríðsins. Borgvæðingin jókst og enn meiri
ásókn varð en áður í að búa í borg frekar en sveit. Sérhæfing við gerð skipulags varð
algengari; sérfræðingar úr mörgum fræðigreinum komu að skipulagi borga og sjúkra-
húsa. Ofurtrú á tækniframtíð réð ferðinni í skipulagsmálum, borgin var skipulögð eins og
verksmiðja fyrir fólk. Borginni var á vélrænan hátt skipt niður í svæði eftir hlutverki, þ.e.
iðnað, þjónustu, útivist og dvalarstað fólks, en með þessu færðist úthverfamyndun enn í
aukana [4].
Byggingatæknin, sem tók miklum framförum með tilkomu ljósaperunnar, loftræsikerfa
og lyftunnar, gerði mönnum kleift að reisa háar byggingar, þamrig var hægt að hámarka
þéttleika byggðar. Litið var á götur sem færibönd til að flytja fólk á milli staða en grunn-
flötur borga fór stækkandi. í kvikmyndum og bókum frá þessum tíma má sjá að
framtíðarfarartækin voru svifbílar, fólk bjó í hylkjum og náttúran var óþörf - með
tímanum yrðu mennirnir að verkfærum tækninnar.
Ritrýndar vísindagreinar
2 5 3