Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 257
Maðurinn settur í fyrirrúm
Einsleitnin og áhersla á tæknina, sem komin var fram í borgarmyndinni á fyrstu áratug-
unum eftir stríð, var fólki ekki að skapi og upp úr 1970 fór borgarskipulag sumstaðar að
einkennast meira af blandaðri byggð með þjónustu fyrir íbúa og grænum svæðum.
Ætlunin var að úthverfin kæmust nær því að líkjast þorpum þar sem fjölbreytt þjónusta
væri í boði.
Hugmyndin um græna beltið, sem allir Reykvíkingar hafa aðgang að, kom á þessum
tíma inn í skipulag höfuðborgarsvæðisins. í skipulagi borga var víða gerð krafa um
mannvænt fjölbreytt umhverfi með aukinni þjónustu í hverfunum og því styttri ferða-
leiðum. Hvítu, vélrænu húsin með flötu þökunum hurfu af teikniborðum margra arki-
tekta og byggingar með fjölbreyttu útliti og vistarverum tók við.
Eftir því sem borgirnar stækkuðu fjölgaði hverfunum og vegna tengingar við græn svæði
óx grunnflötur þeirra ört. Tengingar milli hverfa urðu oft á tíðum misgóðar, vegalengdin
sem fólk þurfti að fara dagsdaglega varð meiri og álag á stofnbrautir á álagstímum óx.
Tengingar innan borgarmiðju voru í upphafi ekki hannaðar fyrir þetta mikla umferðar-
álag. Tafir í umferð jukust og tíminn sem fólk eyddi í ferðir varð því meiri.
I stórborgum var lögð æ meiri áhersla á bættar almenningssamgöngur og þéttingu
byggðar. Tækin sem skipulagsfræðingar nýttu sér nú í æ ríkari mæli var að bæta almenn-
ingssamgöngur til hverfa fjær borgarmiðju og til hverfa þar sem þétting var möguleg, t.d.
úreltra iðnaðarhverfa eða niðurníddra byggingarhverfa. Þétting byggðar fólst einnig í því
að minnka lóðir, auka lóðanýtingarhlutfall og stækka hverfin. Stórir þjónustukjarnar með
sérvöruverslun og þjónustu voru staðsettir þar sem umferðartengingar milli margra
hverfa voru til staðar og því breyttist þjónustan inni í hverfunum og í mörgum tilfellum
dró úr henni [4].
Hliðstæð þróun átti sér stað í skipulagi sjúkrahúsa. Sjúkrahús fóru ört stækkandi og
kostnaður vegna læknisþjónustu óx. Tækninýjungar og fjölgun sérgreina kölluðu á
sérhæfðari byggingar. Lausnin fólst oftast í því að bæta byggingum við eldri byggingar,
en þróunin í tækjakosti lækninga var orðin mjög ör og tækin stór. Tæknirými fyrir
lagnaleiðir lágu að mestu lárétt. Lóðrétta leiðin gagnaðist einkum sem ljósbrunnur (e.
lightwell), sem er nokkurskonar inngarður með gluggum og jafnvel speglum sem varpa
dagsbirtu niður eftir öllum inngarðinum. Þannig var hægt að byggja háar byggingar með
stóran grunnflöt. Sem dæmi má nefna að Texas Medical Center, sem byrjað var að
byggja árið 1949, hafði tólffaldað stærð sína árið
1991 og var þá með 6.549 legurými á tæplega
fjögurra ferkílómetra (667 ekra) lóð. Til að átta sig á
stærðinni má geta þess að það er gert ráð fyrir 550
legurýmum í nýju Landspítala háskólasjúkrahúsi,
sem er svipaður legurýmafjöldi og upphaflega
sjúkrahúsið [5,7].
Stigskipting skipulags og kjarnasjúkrahús
Þarfagreiningar voru framkvæmdar, en flæðiritin
urðu jafnflókin vandamálinu sem það lýsti. I
auknum mæli var farið að huga að vinnuumhverfi
og gönguálagi starfsfólks. Hugmyndafræðin um
sveigjanlegri byggingar kom upp í kringum 1980 til
að uppfylla þarfir fyrir stækkun, endurnýjun og
endurbyggingu vegna tækniframfara. Sjúkrahúsin
voru því ekki aðeins skipulögð með þarfir nútím-
Ritrýndar vísindagreinar
2 5 5