Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 258
ans í huga heldur líka framtíðarinnar. Á sama tíma
var gerð krafa um að þau féllu betur að borgar-
myndinni í stað þess að vera eins konar borgar-
skrímsli, sjá myndir 7 og 8 [3,5].
Gagnreyndir starfshættir og gagnreynd hönnun
Upp úr 1980 þróaðist rannsóknaraðferð gagn-
reyndra starfshátta (e. evidence based practice) og
gagnreyndrar hönnunar (e. evidence based design)
og er henni enn beitt við mat á meðferð sjúklinga og
við skipulag sjúkrahúsa.
í gagnreyndum starfsháttum er leitast við að meta
árangur læknismeðferða og skipulags sjúkrahúsa
með vísindalegum rannsóknaaðferðum þannig að
samanburður milli stofnana og aðferða sé mögu-
legur. I sama tilgangi eru framkvæmdar mælingar á
störfum fólks irvni á sjúkrahúsum. Hóparnir sem
stunda þessar rannsóknir eru þverfaglegir og gagnaöflun er í höndum heilbrigðisstarfs-
manna, en úrvinnslan í höndum verkfræðinga.
Skilgreining rannsókna og úrvirtnsla niðurstaðna eru unnar í samvinnu þessara hópa.
Við gagnreynda hönnun er niðurstöðum ofangreindra mælinga beitt við hönnun og
skipulag sjúkrahúsa [10,11].
Rannsóknir byggðar á gagnreyndri þekkingu hafa leitt í ljós að hönnun og gerð húsnæðis
og aðstöðu sjúkrahúsa hefur áhrif á sjúklinga og starfsfólk. I Bandaríkjunum (American
Institute of Architects) og í Bretlandi (NHS Estates) hafa verið gefnar út leiðbeiningar um
hönnun og skipulag heilbrigðisstofnana, sem byggjast á gagnreyndri þekkingu [5,11 12].
Meðal þeirra þátta sem taka þarf tillit til eru:
• Að draga úr streitu, með því að tengja húsnæðið við náttúruna, auka sjálfræði sjúkl-
inga og þátttöku í eigin meðferð, efla félagslegan stuðning, auka jákvæða örvun og
hugardreifingu, draga úr hávaða og sterku ljósi og minnka streituvalda í umhverfi
• Að auka öryggi sjúklinga og starfsmanna, m.t.t.. sýkingarhættu (einbýli og gott að-
gengi að handþvotti) og með því að nota tæknina í auknum mæli við skráningu og
eftirlit
• Notkun vistvænna efni og ferla og að tekið sé tillit til orkunotkunar á líftíma (e. life
cicle) byggingar
Einnig komu fram hugmyndir um stigskipta þjónustu:
• Fræðsla og fyrirbyggjandi aðgerðir.
• Uppbygging heilsugæslustöðva í þjónustukjarna í íbúðarbyggðum, sem og
heimaþjónusta.
• Sjúkrahús í heimabyggð með þjónustu fyrir allt að 10.000 manna upptökusvæði
með minni sérhæfingu.
• Hátæknisjúkrahús með 250.000-1.000.000 manna upptökusvæði.
Ávinningurinn af þessari skipulagningu á uppbyggingurtni er sá að hluti þjónustunnar
færist nær íbúunum og kostnaður vegna læknisþjónustu minnkar [5].
Kjarnasjúkrahús komu fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi. Það er hátæknisjúkrahús þar
sem deildir eru byggðar í kringum kjama starfseminnar með stækkunarmöguleika vegna
2 5 6 | Arbók VFl/TFf 2008