Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 259
fjölgunar deilda og miklum sveigjanleika byggingarinnar. Byggingarnar lækkuðu og
voru yfirleitt ekki hærri en fjórar hæðir og þurftu því stórar lóðir. Sjúkrahúsin urðu því
að nokkurs konar sjúkraþorpi með minni byggingum sem féllu vel að umhverfinu.
Staðsetning réðst af stærð lóðar og umferðartengingu innan upptökusvæðis, en gert var
ráð fyrir að sjúklingar og aðstandendur þeirra kæmu á einkabíl, sjúkrabíl eða með
almenningssamgöngum.
Vegna fyrrgreindrar stigskiptingar þjónustu eru sjúklingar sem koma á sjálft hátækni-
sjúkrahúsið mun veikari en áður. Þeir þurfa því mun meiri þjónustu og því varð þróunin
sú að sjúkrastofur eru orðnar stór einbýli. I Bandaríkjunum var byrjað að byggja
legudeildir með klasafyrirkomulagi upp úr 1975. Þá er 8-12 sjúkrastofum raðað í
kringum vakt og stoðrými, með nokkrum klösum á hverri deild. Þetta fyrirkomulag
styttir gönguálag starfsfólks og gerir t.d. kleift að hafa eina sérgrein í hverjum klasa,
þannig að sérhæfing starfsfólks nýtist sem best [5].
Hugmyndimar um kjarnasjúkrahús gengu einnig út á að setja sjúklinga og starfsfólk í
forgang við hönnun og markmiðið var að örva öll skilningarvit (sjón, heyrn, snertingu,
lykt og jafnvel bragð) öllum til heilla. Að byggja hugmyndirnar á niðurstöðum rannsókna
á áhrifum umhverfis á bata og líðan sjúklinga og starfsfólks [3,5,8]. Aukin áhersla varð á
fallegt og hlýlegt umhverfi þar sem mannúð og umhyggja réð ríkjum. Planetree-sam-
tökin, sem eiga rætur að rekja til Bandaríkja Norður-Ameríku, eru dæmi um áhrifarík
grasrótarsamtök sem vinna með hönnuðum og heilbrigðisstarfsfólki sjúkrahúsa og
annarra heilbrigðisstofnana að því að skapa græðandi umhverfi þar sem sjúklingurinn er
í brennidepli [13].
Umferð
Líkt og í borginni verður skipulag sjúkrahúsa æ
viðameira, svæðisskipt starfsemi verður sértækari
og tengingar flóknari, en ólíkt borginni, þar sem
einingum er raðað saman, er einingum meira
staflað upp á sjúkrahúsum. Auknar kröfur eru
gerðar til sérhæfðra tenginga milli svæða líkt og í
borginni, en þar eru gerðar kröfur um aðgreiningu
göngu- og hjólreiðastíga, þungaflutninga og styttri
vegalengda. A sjúkrahúsi eru aftur á móti gerðar
kröfur um aðgreiningu mismunandi notendahópa,
og um leið að sjúklingar og aðstandendur hafi
svæði út af fyrir sig. Langur gangur (e. spine,
atrium) tengir hinar mismunandi byggingar saman
[5,6,8,14]. Myndir 9 og 10 sýna aðgreiningu um-
ferðar mismunandi hópa sjúkrahúsa og hvernig
einingar tengjast með löngum gangi.
Þegar umferðartengingar innan borgarinnar og
innan sjúkrahússins eru skoðaðar gilda svipuð lög-
mál um ferðaleiðir þeirra sem eiga þar leið um. í
þessum samanburði er litið á bráðakjarnann sem
miðbæ eða verslunarkjarna borgarinnar; fólk
kemur inn á einum stað, sinnir sínum erindum og
fer heim. Rannsóknarstofum og göngu- og dag-
deildum má líkja við þjónustufyrirtæki þar sem
fólk kemur og leggur inn erindi og fær niðurstöður
sendar heim. Legudeildum má líkja við úthverfi þar
sem sjúkrastofur eru heimilin, en vakt og stoðrými
eru skólar, verslunarkjarni o.s.frv.
Ritrýndar vísindaqreinar i 257