Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 271
Kröfur byggingarreglugerðar
til hljóðstigs frá tæknibúnaði
eru:
Hljóðstig frá hljóðgjöfum
sem senda frá sér stöðugt
hljóð: LA eq x = 35 dB
Kröfur sænska staðalsins til
hljóðstigs frá tæknibúnaði eru
sem fyrr mun ítarlegri en
kröfur íslensku byggingar-
reglugerðarinnar. Tafla 5 sýnir
viðmiðunargildi sænska stað-
alsins.
Tafla 5. Kröfur um hámarks hljóðstig frá tæknibúnaði samkvæmt sænska staðlinum (IpA/LpC)
Skólabyggingar Flokkur A [dB] Flokkur B/C [dB] Flokkur D [dB]
Kennslustofur,samkomusalir,fundarsalir, tónlistarstofur 26/45 30/45 30/50
Opin kennslurými 30/45 30/45 30/50
Hópvinnuherbergi, bókasafn, kennarastofa, ráðgjafaherbergi,starfsmannaherbergi, skrifstofur, hvíldarherbergi 35/50 35/55 35/55
Matsalur, íþróttasalur, verkmenntastofur 40/55 40/60 45/60
Gangar, stigar, salerni, búningsklefar 45/60 45/60 45/60
Eldhús, veitingaaðstaða 45/60 50/60 55/-
í kafla 3 hér á eftir verða mæliniðurstöður bomar saman við íslensku byggingar-
reglugerðina og sænska staðalinn.
Spurningarlisti til starfsfólks
Spumingarlisti var sendur út til alls 317 kennara í níu grunnskólum í Reykjavíkurborg.
Svarhlutfall var 33%. Spumingunum var skipt upp í fjóra hluta; Kennsluform, gerð
kennslurýmis, ómtímalengd, ónæði vegna hávaða og upplýsingar um upptök hávaðans.
Að auki gafst kennurum færi á að koma með ábendingar/athugasemdir.
Þegar spurt var um kennsluform gátu kennarar tekið fram hvort þeir væm umsjónar-,
íþrótta-, verkmenntakennarar eða annað. Einnig gátu þeir tekið fram í hvers konar
kennslurými kennsla þeirra fer aðallega fram. Þar voru taldir upp möguleikarnir opið
kennslurými, hefðbundin
kennslustofa, sérkennslustofa,
tónlistarstofa, verkmennta-
stofa, íþróttasalur eða annað.
Þá var spurning um upplifrm
á ómtíma í töfluformi, sjá
töflu 6.
Tafla 6. Spurning til notenda um upplifun á ómtíma.
Mjög stuttur Stuttur Meðal Langur Mjög langur
í þínu kennslurými
í matsal skólans
Á göngum skólans ý
Þá var í spumingu um ónæði vegna hávaða og upplýsingar um upptök hávaðans hægt
að velja úr eftirfarandi flokkum:
• Bílaumferð, umferðargötur
• Bílaumferð, bílastæði og/eða skólarútur
• Flugumferð
• Hávaði frá útileiksvæði
• Hávaði frá tæknibúnaði (t.d. loftræsting, tölvur, lyfta o.s.frv.)
• Hávaði í nemendum innan kennslustofu
• Hávaði úr kennslustofum við hliðina á þinni stofu
• Hávaði úr kennslustofum af hæðinni fyrir ofan
• Hávaði úr kennslustofum af hæðinni fyrir neðan
• Hávaði af gangi
• Annað
Tækni- o g vísindagreinar
2 6 9