Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 279
VERKÍS
KÁRAHNJÚKAVIRKJUN
Hugleiðingar um Desjarárstíflu
Pálmi R. Pálmason lauk fyrrihlutaprófi I verkfræði frá Háskóla Islands 1963, meistaraprófi í byggingarverkfræði frá NTH í
Þrándheimi 1965 og P.E. (Professional Engineer),Commonwealth of Virginia, Bandarikjunum 1986. Hann hefur starfað
á Verkfræðistofu SigurðarThoroddsen með hléum frá árinu 1965, fyrst sem verkfræðingur, þá yfirmaður jarðtækni-
sviðs, síðar framkvæmdastjóri virkjana-og véladeildar, yfirverkfræðingur og nú sérfræðingur i jarðtækni. Pálmi starfaði
sem verkfræðingur hjá NGII Ósló 1966-67. hjá H.Q.Golder & Associates.Toronto 1969-70. hjá Mueser, Rutledge,
Wentworth & Johnston í New York 1970-71, framkvæmdastjóriTæknirannsókna hf. 1972-78, verkfræðingur hjá A.B.
Berdal verkfræðiráðgjöfum í Ósló 1976, fyrirlesari í jarðtækni og grundun við verkfræðideild Hl 1976-85, framkvæmda-
stjóri (slenskra sæstrengja hf. 1992-95, framkvæmdastjóri Geca ehf., yfirverkfræðingur útibús E. Pihl & Son A/S á Gaza í
Paestínu 1995.Verksvið Pálma hefur einkum varðað jarðstíflugerð, að þvi marki að hann hefur á starfsferlinum hannað
flestar slíkar stíflur sem reistar hafa verið hérlendis. Fyrir störf að jarðtækni var Pálmi heiðraður með gullmerki VFl.
Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir lauk lokapófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Islands 1993 og meistaraprófi í
burðarþols- og aflfræði frá North Carolina State University (Bandaríkjunum 1994. Hún starfaði hjá Verkfræðistofnun
Háskóla (slandsá sumrin frá 1993 og fyrst eftir að námi lauken hefurfrá árinu 1995 starfað við hönnun.ráðgjöf og
verkefnisstjórn á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, lengst af á virkjanasviði. Fjóla Guðrún stundar nú meðfram
starfi doktorsnám í jarðtækni við NTNU (Þrándheimi.
Inngangur
Hálslón er sem kunnugt er miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar. 1 lónið safnast rennsli
Jökulsár á Brú, (Jöklu) sunnan Kárahnjúka. Úr lóninu er vatnið leitt eftir um 40 km
löngum göngum austur í neðanjarðar-stöðvarhús í Teigsbjargi og frárennsli í Jökulsá í
Fljótsdal. Til þess að mynda lónið voru hlaðnar þrjár stórar stíflur (Sjá mynd 1) á
Brúardölum við Kárahnjúka, nánar tiltekið;
Kárahnjúkastífla er tæplega 9 milljón m3 grjótfylling um 900 m löng og tæpra 200 m
há, ofanvert klædd steyptri kápu til þéttingar.
Desjarárstífla er tæpra 3 milljón m3 stífla úr jarðefnum eingöngu.
Sauðárdalsstífla er um 1,3 milljón m3 að rúmmáli, um 1100 m löng og 27 m há, einnig
eingöngu úr jarðefnum.
1 því sem hér fer á eftir er gerð nánari grein fyrir nokkrum þáttum er varða Desjarárstíflu
og hvernig til hefur tekist með stífluna.
Tækni- og vísindagreinar i 2 7 7