Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 283
x' = c + (a'-u) tamp' til hægðarauka er stundum umritað þannig;
x'= c + cr'(l-B) tancp', þar sem B = u/a'
(Hér að ofan er: t' skúfstyrkur, a' lóðrétt spenna, c samloðun, u póruþrýstingur og (p'
skriðhorn)
Hérlendis er samloðun c oftast óveruleg eða engin svo með góðri nálgun má tákna skúf-
styrk t.d. jökulruðnings;
t'= a'(l-B) tancp'.
Þetta sýnir að skúfstyrkurinn er beint háður póruþrýstingnum u og öryggi gagnvart
skriði því á sama hátt háð honum. Því er mikilvægt að fylgjast með þessum innri
vatnsþrýstingi og þróun hans á byggingarstigi stíflu sem hvort tveggja var gert við
Desjarárstíflu.
Á mynd 6 eru sýndar niðurstöður póruþrýst-
ingsmælinga í stöð 700 ásamt fyllingarhæð og hæð
vatnsborðs í lóni. Með mælum í stíflukjarnanum
var eins og sjá má fylgst með þróun póruþrýstings
þar á byggingartíma stíflunnar, hækkun hans og
útjöfnun. Síðar eftir að lónið var fullt og ástand í
kjarnanum nokkurn veginn æstætt er áhugavert að
sjá hvernig innri vatnsþrýstingur í kjarnanum þá er
og þar með hvort ástand þar sé í samræmi við
hönnunarforsendur.
Sitthvað vekur athygli sé rýnt í ferlana á mynd 6.
1. Neðstu póruþrýstingsmælar í um 585 m hæð y.s.
svara álagsaukningu strax, þ.e. innri þrýstingur
hækkar hratt með fyllingarhæð og nær á örfáum
dögum sínu hæsta gildi á byggingartíma stíflunnar.
Þrýstingurinn fellur síðan hratt en nokkuð eðlilega
í Ijósi þess að afvötnunarstuðull (cv cm2/mín) í
jökulruðningnum er hlutfallslega hár. Póruþrýst-
ingur helst síðan nánast hverfandi uns fyllt var í
lónið þegar hann hækkar líkt og við mátti búast og
þá eðli máls samkvæmt mun meira í þeim mæli
sem nær er lóni. Segja má að þrýstingsfallandi neðst
í kjarnanum sé að mestu eins og gert var ráð fyrir,
þ.e. jöfn frá efri kjamabrún út í gegnum kjarnann.
2. Póruþrýstingsmælar í 595 og 605 m hæð sýna óverulega eða enga hækkun með aukinni
fyllingu í stífluna. Með öðrum orðum, þeir svara ekki álagsaukningu og samkvæmt þeim
hækkar pómþrýstingurinn í kjarnanum við þá ekki fyrr en við hækkun í lóni. Þá hækkar
póruþrýstingurinn á hinn bóginn verulega og þá einkum í mælum ofanvert í kjarnanum,
næst lóni þar sem þrýstingshækkunin er nánast samsvarandi hækkun í lóninu, sem gefur
til kynna að þrýstingsfall sé óverulegt frá lóni að mælunum sem liggja lónmegin í kjarn-
anum líkt og við mátti búast. Þannig sýna mælarnir í stöð 700 ofanvert í kjarnanum í 595
m og 605 m hæð að þrýstingsfall frá lóni að þeim sé frekar minna en ætla mætti.
3. Póruþrýstingsmælir í 615 m hæð svarar álagsaukningu aðeins óvemlega og þrýst-
ingsaukningin jafnast mjög hratt út. Þrýstingsfall frá lóni að þeim mæli er meira en að
mælunum ofanvert í kjarnanum í 595 og 605 m hæð sem telja má eðlilegt í ljósi þess að
þessi er fjær lóni.
-------------------------------------------------------------------------------
Póruvatnsþrýstingur (m y.s.) i St. 700
635
630
m 625
E 620
3> 615
I 610
£ 605
£ 600
| 595
£ 590
585
580
2005- 2005- 2006- 2006 2006- 2006- 2007- 2007- 2007- 2007- 200« 2006- 2008 2006-
07-27 W2S 01-23 04-23 07-22 10-20 01-11 04-1» 07-17 10-15 01-13 04-12 07-11 1009
p-^-U585-^—g585^~U595 —4»—D695—U605—^D605^^C615—UillUn SimufySngl
Mynd 6. Ferlar mælds póruþrýstings í stöð
700 ásamt vatnshæð í lóni og fyllingarhæð í
stíflunni. U vísar til mælis nær lóni og D fjær
lóni. Númer vísa til hæðar mælis í stíflu-
fyllingunni. U-585 og D-585 eru t.d. mælar í
kjarnafyllingu í 585 m hæð y.s., U-585 er nær
lóni og D-585 fjær lóni (sjá mynd 4).
(Mæligögn frá Landsvirkjun [5])
Tækni- og vísindagreinar
2 8 1