Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 284
4. Ferlarnir að öðru leyti. Ferlarnir svara breytingu í lóni að mestu eins og gert var ráð fyrir
í hönnun, þannig að bæði seinkun og dempun, þeas. þrýstingsfall kemur fram í
svöruninni. Jafnframt sést að nokkur munur er frá einu sniði til annars sem væntanlega
endurspeglar breytileika kjarnaefnisins en hugsanlega jafnframt mismunandi þjöpp-
unarrakastig og jafnvel að einhverju leyti misjafna þjöppunarvinnu.
Sigmælingar
A mynd 5 kemur m.a. fram hvar sigplötum var komið fyrir í stíflufyllingunni sem er í
sömu stöðvum og póruþrýstingsmælarnir. Þótt ekki sé beint samband milli þessara þátta
þótti rétt að láta viðkomandi mælingar fylgjast að svo fyrir gætu legið upplýsingar um
hvort tveggja, sig og póruþrýsting, í viðkomandi sniði.
Með þeirri skipan var talið að fengist nægilega skýr mynd af sigi í stíflunni og þó einkum
efri hluta hennar til þess að reikna mætti sigstuðla fyllingarinnar.
Illu heilli hefur það ekki gengið eftir því niðurstöður sigmælinga sem fyrir liggja eru
hvorki einhlítar né áreiðanlegar svo að ekki hefur verið unnt að reikna sigstuðla sem
treystandi er. Sjálfsagt er ýmsu um að kenna sem þó skiptir engu máli hér. Á hinn bóginn
sýna niðurstöður sigmælinga að sig er almennt vel innan við 1% stífluhæðar á viðkom-
andi stöðum, en í hönnunarforsendum var gert ráð fyrir að sigið kynni að verða allt að
því marki.
Mælingum á sigplöturnar verður haldið áfram uns hættir að síga. Úr niðurstöðum
þeirra ætti að mega reikna langtíma sigstuðul fyllingarinnar á hverjum stað, en saman-
burður gæfi hugmynd um breytileika fyllingarinnar.
Lekamæiingar
I ljósi þess að stíflað er, eftir orðsins hljóðan, til þess einkum að vatn fari ekki eftir
tilteknum farvegi má að öllu samanlögðu telja að leki neðanvert við stíflu segi einna mest
um hvernig til hafi tekist við stíflugerðina. Jafnframt hefur verið sagt að allar stíflur leki,
vissulega mismikið en allar eitthvað. Hérlendis eru jarðlög þannig að sá leki sem kemur
fram neðanvert við stíflu fer einkum um stíflugrunninn. Þannig er þessu einnig farið um
Desjarárstíflu.
Leki úr Hálslóni var á undirbúningsstigi virkjunarinnar reiknaður í þrívíðu líkani GSM-
MODFLOW [6]. Heildarleki úr lóninu samkvæmt niðurstöðum úr því yrði rúmlega
5 m3/s. Þar af kæmu 5,5 % fram neðanvert Desjarárstíflu þ.e.a.s. um 0,3 m3/s. Hér er þess
jafnframt að geta að ekki var í líkaninu gert ráð fyrir leka úr aðrennslisgöngum virkjun-
arinnar sem liggja á um 30 m dýpi undir lægsta hluta stíflunnar, nokkuð ofanvert þétti-
tjaldsins. I reynd er heildarlekinn úr lóninu mældur norðan við Hafrahvammagljúfur
mun minni en niðurstöður úr líkaninu gefa til kynna og líklega einungis um 3 m3/s.
Á hönnunarstigi var reiknaður leki annars vegar um stíflukjarnann og hins vegar um
stíflugrunninn. I stuttu máli reyndist reikningslegur heildarleki um 200 1/s og þar af um
kjarnann innan við 10% heildarlekans.
Leki undan Desjarárstíflu á svæði sem nær nokkur hundruð m frá stíflunni niður eftir
Desjarárdragi mælist nú haustið 2008 tæplega 80 1/s [7]. Líklegt er að a.m.k. fjórðungur
hans komi úr göngunum svo að leki um stífluna og grunninn sé í reynd um 60 1/s, m.ö.o.
vel innan þess sem gera mátti ráð fyrir.
Þá er þess jafnframt að geta að grannt er fylgst með aurburði í lekavatninu [7] til saman-
burðar við aurburð í lóninu. Skemmst er frá því að segja að aurburður í öllum lekalindum
er miklu minni en í lóni sem gefur vísbendingar um að umtalsverðrar sjálfþéttingar
lónbotnsins muni gæta þegar fram líða stundir. Sumar lekalindir eru blátærar en aðrar
þar sem aurburður er allt að helmingi þess sem er í lóni á sama tíma býsna skollitaðar.
2 8 2 | Arbók VFl/TFl 2008