Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 285
Jarðskjálftar og sprungur
Jarðskjálftahönnun
Desjarárstífla stendur á svæði þar sem jarðskjálftahætta telst óveruleg. 1 þjóðarskjali sem
fylgir íslenskum jarðskjálftastaðli er hönnunarhröðun fyrir svæðið skilgreind minni en
0,lg. í hönmmarforsendum um Desjarárstíflu frá árinu 2003 [1], sem og aðrar stíflur við
Hálslón, eru þó í ljósi mikilvægis mannvirkjana gerðar mun strangari kröfur en í
staðlinum. Upphaflegar jarðskjálftaforsendur (frá 2003) voru endurskoðaðar árið 2005
(sjá [8]) í kjölfar jarðfræðirannsókna í tengslum við framkvæmdimar [9] en vegna þess
hve strangar kröfurnar voru í upphafi hafði endurskoðunin ekki áhrif á niðurstöður
stífluhönnunar.
I jarðskjálftahönnun Desjarárstíflu var tekið tillit til jarðskjálfta sem kynnu að fylgja til-
komu lónsins (reservoir triggered earthquakes (RTE)), jarðskjálfta með upptök á mis-
gengjum í grennd við stíflumar og jarðskjálftaáhrifa frá þekktum jarðskjálftasvæðum.
Eðli og eiginleikar þessara jarðskjálfta, svo sem tíðnisvið, varandi og yfirborðshröðun,
eru mismunandi, sem og áhrif þeirra á stífluna.
í töflu 1 eru tíundaðir þeir jarðskjálftar sem lagðir eru til grundvallar í hönnunarfor-
sendum Desjarárstíflu sem og kröfur um leyfilegar formbreytingar í jarðskjálfta. Til við-
bótar þeim jarðskjálftum sem taldir eru upp í töflu 1 var tölvulíkan af stíflunni greint
með tíu jarðskjálftatímaröðum [10] kvörðuðum þannig að mesta hröðun væri 0,26 g
(nærsviðsskjálfti í hönnunarforsendum). Að auki var líkanið greint með svonefndum E1
Centro jarðskjálfta með mestu hröðun 0,3g. Síðar eftir endurskoðun jarðskjálfaforsendna
árið 2005 var líkanið greint á ný og þá með tímaröðum lóðréttrar og láréttrar hröðunar
gerðar fyrir Desjarárstíflu sérstaklega og fjallað er um í [8]. Lárétta yfirborðshröðunin
0,3 g er þar skilgreind sem efri mörk mögulegrar hröðunar á klöpp fyrir Hálslónssvæðið
þannig að tímaraðirnar samsvari því sem á ensku er kallað Maximum Crediblc Earlhquake.
Jarðskjálftaáhrif voru könnuð annars vegar með stöðufræðilegum reikniaðferðum,
svokallaðri pseudostatic greiningu og hins vegar jarðskjálftagreiningu tölvulíkans af
stíflunni. [1] Desjarárstífla var greind m.t.t. jarðskjálfta í forritinu Quake/W og færslur
vegna jarðskjálftans reiknaðar í Slope/W. Forritin eru hluti hugbúnaðarins GeoSlope. í
Quake/W er álagið skilgreint með tímaröðum viðkomandi jarðskjálfta, niðurstöður
jarðskjálftagreiningarinnar eru síðan lagðar til grundvallar útreikningum í Slope/W á
formbreytingum í jarðskjálftanum. Ahrif efniseiginleika og stífni stíflunnar voru kann-
aðir og útgildi á reiknaðri svörun stíflunnar í skjálftunum þannig metin.
í hönnunarforsendum var gerð krafa um að heildarfærsla á stíflubrún í jarðskjálftum sem
skilgreindir voru fyrir stíflusvæðið yrði mest innan við 0,3 m. Rétt er að benda á að slík
færsla á stíflubrún rýrir ekki öryggi stíflunnar svo nokkru nemi. Lagfæringa væri hins
vegar þörf eftir jarðskjálftann.
Könnun á svörun stíflunnar við jarðskjálfta svo sem ElCentro, Tjörnesskjálfta með
hröðunina 0,26 g og mældum jarðskjálftum sem gefnir voru í [8] var gerð til að meta áhrif
jarðskjálfta með fremur óhagstætt tíðnisvið gagnvart stíflunni og ólíku því sem gert er
ráð fyrir á stíflusvæðinu. Þannig fór mesta reiknaða færsla yfir mörkin sem skilgreind eru
í hönnunarforsendum þegar líkanið var reiknað með þessum óhagstæðu jarðskjálftum en
þó ekki að því marki að færslan rýrði öryggi stíflunnar.
Tækni- o g vísindagreinar i 2 8 3