Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 286
Jarðskjálftamælingar
Sterkhröðunarmælar hafa verið settir upp á stíflukrónu og á klöpp við stífluna til að fylgj-
ast með svörun hennar í hugsanlegum jarðskjálfta. Rannsóknarmiðstöð Háskóla Islands
í jarðskjálftaverkfræði (RHIJ) rekur þessa mæla fyrir hönd Landsvirkjunar. Hingað til
hafa ekki mælst skjálftar á Hálslónssvæðinu sem minnstu áhrif gætu haft á mannvirki
þar.
Tafla i. jarðskjálftakröfur í hönnunarforsendum 2003 11]
Formbreytingar
Heildarfærsla á stíflubrún í jarðskjálfta < 0,3 m
Jarðskjálfti Upptök Mesta lárétta hröðun amax (g) (Peak ground acceleration)
Fjarsviðsskjálfti [11] Fjarri stíflusvæði. (í Tjörnesi) 0,026 0
Nærsviðsskjálfti [11] Nærri stíflusvæði. 0,26
Jarðskjálfti vegna Á lónssvæði. tilkomu lónsins (Reservoir triggered earthquake) 0,4—0,5
^ Mesta lárétta hröðun þessa skjálfta á stíflustæðum Kárahnjúkavirkjunar skv. [11] er 0,026 g.Sá skjálfti hafði hins vegar óveruleg áhrif á stífluna og því var viðkomandi tímaröð kvörðuð þannig að mesta lárétta hröðun yrði 0,26 sbr. nærsviðsskjálftann. Rétt er að taka fram að fjarsviðsskjálftinn með hröðun 0,26 er óhagstæðari en nærsviðsskjálfti með hröðunina 0,26 vegna þess að tíðnisvið skjálftanna er mismunandi.
Sprungur i stíflugrunni
Allvíða í stíflugrunninum reyndust vera sprungur sem huga þurfti sérstaklega að eftir
eðli þeirra og uppruna. Að austan eru siggengi í basalti en að vestan opnar sprungur í
móbergi. Steypt var í siggengin og opnar sprungur í móberginu þéttaðar. í stærsta
siggengið var steypan járnbent og steypuskil með teygjanlegum vatnsþéttiborða eftir
sprungustefnunni. Steypan var boltuð í klöpp báðum megin. [2] Hönnun miðaðist við
allt að 100 mm gliðnun á sprungunni í samræmi við niðurstöður útreikninga RHÍJ
[12][13]. Stíflan þolir hins vegar margfalt meiri hreyfingu, ekki síst snið- og sighreyfingu,
án þess að öryggi hennar sé rýrt, en lagfæra þyrfti hugsanlegar skemmdir í verstu
jarðhræringum. Fylgst er með sprungu við vesturenda Desjarárstíflu með nákvæmni-
mælingum á mælibolta sín hvoru megin sprungunnar. Hreyfing á henni hingað til hefur
ekki verið staðfest með þessum mælingum og telst því hverfandi eða engin. Samfelldar
GPS-mælingar ásamt landmælingum hafa sýnt mest um 3 cm heildargliðnun (lárétta
færslu) yfir stíflustæðið frá því fylling Hálslóns hófst 2006 [14] sem væntanlega dreifist á
sprungur í stíflugrunni.
Reynslan hefur sýnt að smásprungur þéttist af aurburði. Opnist víðari sprunga í stíflu-
grunni er á sama hátt gert ráð fyrir að fyllingarefni berist inn í hana og þétti. Yfir
sprungur í grunninum var lagt sérstakt síuteppi auk þess sem þær voru sérstaklega þétt-
aðar. Jafnframt er rétt að benda á að neðanvert í stíflunni er stíflutá sem þolir umtalsvert
gegnumrennsli (> 1 m3/s) án þess að rofna, en stíflurof hefst gjaman í stíflutá. Þannig
getur vatnsborð inni í stíflunni neðan við kjarnann stigið nokkra tugi metra án þess að
stíflurmi sé hætt.
2 8 41 Arbók VFl/TFl 2008