Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 290
Raforkunotkun er sívaxandi og samhliða þeim vexti verða flutningskerfin flóknari. Á
meginlandi Evrópu eru flutningskerfi hinna mismunandi landa að meira eða minna leyti
samtengd. Það veldur því að truflun í einu landi getur haft mjög víðtæk áhrif.
Til þess að flutningsfyrirtækin geti sinnt þeim skyldum sínum sem nefndar eru hér að
framan eru þau háð því að nota hermilíkön til þess að greina atvik sem upp koma í rekstr-
inum og viðhalda og þróa flutningskerfið. Þessi grein gefur yfirlit yfir helstu eiginleika
slíkra líkana og hvernig þau eru notuð. Helstu hermiforrit, sem í notkun eru hjá flutn-
ingsfyrirtækjum, eru talin upp. Lögð er sérstök áhersla á kvika hegðun raforkukerfisins
og því lýst hvemig Landsnet beitir hermilíkönum við hönnun og rekstur íslenska flutn-
ingskerfisins.
Hermilíkön - Notkunarsvið og eiginleikar
Eins og fyrr segir eru hermilíkön notuð til þess að gera flutningsfyrirtækjum kleift að
sinna sínum grunnskyldum. Hermilíkön eru notuð til þess að greina atvik sem upp koma
í daglegum rekstri flutningskerfisins, til dæmis með því að herma truflanir sem verða og
reyna þannig að varpa ljósi á það sem fór úrskeiðis og greina leiðir til úrbóta. Við þróun
og hönnun flutningskerfisins er nauðsynlegt að geta skoðað hvaða áhrif ný flutnings-
virki eða nýjar virkjanir hafa á kerfið.
Til að geta greint ítarlega hegðun raforkukerfisins er í stórum dráttum greint milli tvenns
konar aðferða við útreikninga. Annars vegar er um að ræða útreikninga sem fara fram á
líkani af kerfinu í stöðugu ástandi. Þá er búin til nokkurs konar mynd af kerfinu á
ákveðnum tímapimkti að gefnum ákveðnum forsendur. Þessir útreikningar eru fyrst og
fremst útreikningar á aflflæðinu í kerfinu, þ.e. hvernig afl flæðir um kerfið og hvemig
spennan er í hverjum punkti kerfisins. Niðurstöður úr þessum útreikningum gefa upp-
lýsingar um álag á flutningslínum, hvort þær séu yfirlestaðar og einnig hvort spenna í ein-
stökum hnútapunktum kerfisins sé utan viðmiðunarmarka. Þessar upplýsingar eru not-
aðar sem grunnur að frekari athugunum á því hvort ástæða sé til þess að bæta flutnings-
getu einstakra flutningsleiða eða grípa til aðgerða vegna spennu utan viðmiðunargilda.
Hins vegar er ekki nægilegt að reikna eingöngu aflflæðið í kerfinu. Raforkukerfið er ekki
frábrugðið öðrum umfangsmiklum kerfum, til dæmis hagkerfum, að því leyti að það er
„lifandi", þ.e. í það er innbyggð kvik hegðun sem ekki verður lýst með útreikningum eins
og aflflæðiútreikningum, sem byggja á upplýsingum um ástand kerfisins á ákveðnum
tímapunkti eins og áður segir. Til þess að fá sem gleggsta mynd af kvikri svörun kerfisins
þarf líkanið því að innihalda einingalíkön af helstu hlutum kerfisins, svo sem rafölum og
hverflum, reglunarbúnaði (spennureglum rafala og gangráðum hverfla), búnaði til laun-
aflsframleiðslu og svo framvegis. Það skal þó tekið fram að í einfaldari athugunum nægir
oft að reikna aflflæði eingöngu. Þær upplýsingar eru oft fullnægjandi, en einnig er oft
nauðsynlegt að kanna stöðugleika kerfisins, þ.e. þann eiginleika þess að leita aftur jafn-
vægis eftir að truflun hefur orðið í rekstrinum. Til þess að framkvæma slíkar athuganir
þarf að herma kerfið í ákveðinn tíma (10-20 s).
Til er mikið magn hugbúnaðar til greiningar á raforkukerfum. Norrænu flutnings-
fyrirtækin (Landsnet, Statnett, Fingrid og Svenska Kraftnat) nota PSS/E frá Siemens PTI
en Energinet.dk í Danmörku notar DlgSILENT PowerFactory frá DlgSILENT. PSS/E er
hugbúnaður sem er mjög útbreiddur meðal flutningsfyrirtækja og framleiðendur annars
hugbúnaðar bjóða flestir upp á að þeirra hugbúnaður geti lesið og skrifað gögn á PSS/E-
sniði. Flest þessara forrita eru byggð upp af einingum og notandinn getur valið að nota
aðeins þær einingar sem hann telur sig þurfa, til dæmis einingar fyrir aflflæðiútreikninga,
kvikar hermanir og skammhlaupsútreikninga.
28 81 Arbók VFl/TFf 2008