Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 295
Þessar takmarkanir geta verið til komnar vegna þess að flutningslínur milli svæða bera
ekki meira. Þá er talað um að hitaflutningsmörk séu takmarkandi. Til þess að leysa slíka
flöskuhálsa getur verið nauðsynlegt að bæta flutningsgetuna annaðhvort með því að
bæta við flutningsrás(um) eða uppfæra þær línur sem fyrir eru, til dæmis með skiptum á
leiðurum og/eða hækkun flutningsspennu. Almennt gildir eftirfarandi jafna um sam-
band flutningsspennu og flutningsgetu:
s=s.
C4
U..
þar sem:
Sg er flutningsgetan miðað við spennuna U,,
S„ er flutningsgetan miðað við spennuna U„
Þetta þýðir að lína, sem byggð er sem 220 kV lína en rekin á 132 kV, getur flutt 67% meira
á 220 kV en á 132 kV.
Önnur ástæða flutningstakmarkana milli svæða er tengd rekstri kerfisins. Til að tryggja
stöðugleika í rekstri þess getur þurft að takmarka aflflæði milli tveggja svæða. Með
stöðugleika er hér átt við að kerfið nái jafnvægi í rekstri í kjölfar truflunar. Ef útreiknuð
stöðugleikamörk eru lægri en hitaflutningsmörk eru þau takmarkandi á flutningi milli
svæða. Til að ráða bót á flöskuhálsum af þessum orsökum er nauðsynlegt að greina þá
kosti sem standa til boða. Til þess að gera slíka greiningarvinnu er nauðsynlegt að herma
kerfið og skoða hvaða áhrif hver þeirra hefur á stöðugleikamörkin og þar með
flöskuhálsinn.
Rekstur raforkukerfisins og notkun hermilíkana
Hér að framan hefur verið fjallað um þátt hermilíkana í þróun og hönnun raforku-
kerfisins. Hermilíkön eru ekki síður mikilvæg í daglegum rekstri kerfisins. Þau gegna
mikilvægu hlutverki í rekstri orkustjórnkerfa flutningsfyrirtækja, t.d. til að meta gæði
mælinga sem berast inn til stjórnstöðva flutningsfyrirtækja, reikna töp í kerfinu og
spennuhorn. I orkustjórnkerfinu er hægt að taka rauntímastöðu raforkukerfisins inn í
álagsflæðilíkan sem síðan er notað til að sjá áhrif aðgerða, til dæmis úttekta á línum,
vélum og þéttum, og álags miðað við stöðu raforkukerfisins á hverjum tíma.
Þjálfun starfsmanna sem annast stýringu og gæslu raforkukerfa fer einnig að töluverðu
leyti fram með notkun reiknilíkana í þjálfunarhermi orkustjórnkerfisins. Þar eru kvik
hermih'kön notuð til setja upp aðstæður eins og skapast geta við truflanarekstur í raforku-
kerfinu. I reiknilíkani þjálfunarhermisins er mikilvægt að setja inn virkni varnarbúnaðar
til að fá sem raunverulegasta mynd af kerfinu við truflanarekstur. Hægt er að líkja eftir
atburðum sem gerst hafa, setja upp aðstæður sem upp koma í rekstrinum, herma hvernig
brugðist var við og jafnvel hvernig hefði átt að bregðast við. Ut frá þeirri greiningarvinnu
er hægt að sjá hvað betur má fara, til dæmis hvort varnarbúnaður hafi verið rétt stilltur
og unnið eins og til var ætlast.
Með samanburði á raunverulegum atburðum og niðurstöðum hermana fást mikilvægar
upplýsingar til að meta gæði líkansins og stilla það, þannig að það endurspegli raun-
veruleikann eins vel og kostur er.
Heimildir
[1 ] Kundur, Prabha:„Power System Stability and Control", McGraw-Hill 1994.
[2] Anderson, P. M.( Fouad, A. A:„Power System Control and Stability", IEEE 2003.
Tækni- og vísindagreinar i 293