Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 297
Reykjavíkiuiiorg
VERKFRÆÐISTQFA
UMFERÐARÖRYGGI í REYKJAVÍK
Dr. Haraldur Sigþórsson, verkfræðingur hjá Eflu, lauk prófi I byggingarverkfræði frá Háskóla islands 1985, Dipl-lng.-prófi
frá Háskólanum í Karlsruhe 1989 og doktorsprófi frá sama skóla 1993. Hann starfaði hjá umferðardeild Borgarverk-
fræðings 1993-1996, Land Transport Safety Authority á Nýja Sjálandi 1996-1998 og Llnuhönnun 1998-2008. Haraldur
hefur stýrt fjöldamörgum rannsóknar- og hönnunarverkefnum á sviði samgangna og umferðarmála, bæði hérlendis
og erlendis. Haraldur er einnig aðjúnkt við Háskólann i Reykjavík.
Stefán Agnar Finnsson lauk prófi I tæknifræði fráTækniskóla islands 1977 og M.Sc. í byggingarverkfræði (vag och
vatten) frá Lunds Tekniska Högskola 1994. Fyrir lok framhaldsnáms í verkfræði vann hann hjá Kópavogsbæ og Ólafs-
víkurbæ við gatnaframkvæmdir, hönnun, mælingar og eftirlit og hjá Landssambandi vörubifreiðastjóra sem fram-
kvæmdastjóri. Eftir framhaldsnám í Lundi starfaði Stefán eitt ár hjá Vinnustofunni Þverá við ráðgjafarstörf en hefur
síðan unnið hjá Reykjavíkurborg á flestum þeim sviðum sem tengjast umferð.
Inngangur
Almennur áhugi á umferðaröryggi hefur aukist mjög að undanförnu, sem sést m.a. á
meiri umfjöllun fjölmiðla. Ef dæma ætti iit frá henni eingöngu gætu menn ályktað sem
svo að umferðaröryggi sé minna nú en áður. En er það rétt? Vinna fagaðila hefur verið
stunduð um langt skeið á mörgum sviðum umferðaröryggis, t.d. eftirliti lögreglu, verk-
fræðilegum lagfæringum, áróðri og upplýsingagjöf. Hverju hefur hún skilað? Til eru
ársskýrslur stofnana og samantektir um einstaka þætti frá ýmsum aðilum sem varpa ljósi
á stöðuna að hluta, en heildstæð úttekt eins og hér fer á eftir er því miður fátíðari, a.m.k.
enn sem komið er.
I þessu verkefni var umferðaröryggi innan marka Reykjavíkur skoðað eins langt aftur í
tímann og kostur var. Stuðst var við skráningu lögreglu. Nokkrar breytingar á skrán-
ingunni hafa orðið á undanförnum áratugum og hafa þær mest áhrif á fjölda eignatjóna
og minniháttar slysa, en síður á alvarlegri slys og banaslys. Hér á eftir er orðið óhapp
notað yfir öll óhöpp og slys, þ.m.t. eignatjón, en slys notað um þau tilvik er meiðsli verða
á fólki. Árið 1983 var slysagagnabanki þáverandi umferðardeildar borgarverkfræðings
tekiim í gagnið. Árið 1988 voru tjónstilkynningar kynntar til sögunnar og ekki var lengur
nauðsynlegt að kalla á lögreglu vegna umferðaróhappa, nema ef slys urðu á fólki. Arið
1992 hóf Umferðarstofa að skrá upplýsingar lögregluskýrslna í tölvu fyrir tæknimenn
borgarinnar. Ymsar breytingar í þessa veru gerðu óhugsandi að fara mjög langt aftur í
tímann, en alltaf var unnt að skoða tímabilið 1983-2006 eða 23 ár. Á þessum tíma hefur
Reykjavík breyst mikið og borgarbragur aukist.
Fyrst verður fjallað um íbiiafjölda og bílaeign og síðan um umferðaröryggi í borginni í
heild og reynt að meta hvort breyting hefur orðið á fjölda óhappa og slysa og borið saman
við höfuðborgarsvæðið og landið allt. Því næst verður fjallað um ákeyrslur á gangandi
vegfarendur sérstaklega, en þar eru slysin yfirleitt alvarlegust og því sérstaklega mikil-
Tækni- og vísindagreinar i 295