Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 298
vægt að auka öryggi þeirra. Skoðað var hvort ákeyrslum á gangandi hefur fækkað 1
borginni. Þá var einnig skoðað hvort ákeyrslur bíla fylgdu sama mynstri. Loks er sýnt
með dæmum hvernig framkvæmdum og aðgerðum sem auka umferðaröryggi hefur
fjölgað í borginni á undanförnum
öryggi árin 2007 og 2008 lágu ekki
Mynd I.Þróun íbuafjölda í Reykjavík 1965-2006.
Mynd 2. Þróun bilaeignar í Reykjavlk 1950-2005.
árum. Hafa ber í huga að upplýsingar um umferðar-
fyrir þegar þessi grein var rituð.
íbúafjöldi og bílaeign
Ibúafjöldi hefur áhrif á bíla- og ferðafjölda og þar
með líkur á umferðaróhöppum, en einnig óum-
deilanleg áhrif á lfkur á ákeyrslum á gangandi veg-
farendur innan ákveðins svæðis. Eins og sjá má á
mynd 1 hefur íbúum Reykjavíkur fjölgað mikið og
sér ekki fyrir endann á því ennþá.
Byggð í Reykjavík er dreifð. Líkur benda til þess að
þéttleiki byggðar í Reykjavík muni aukast á næst-
unni. Óvíst er hvaða áhrif það hefði á umferðar-
öryggi, en frekar er þó búist við auknu öryggi
vegna styttri akstursvegalenda og hugsanlegrar
aukinnar notkunar almenningsvagna.
Bílum í Reykjavík fer stöðugt fjölgandi, sjá mynd 2.
Ekki er sjáanlegt að mettun sé náð. Þó hefur oft
verið bent á að einn bíll á hvern einstakling með bíl-
próf hljóti að vera hámarkið. Menn hafa séð fyrir
sér mettun í gegnum tíðina og oft var 500-550 bílar
á 1000 íbúa nefnt af því tilefni. Þetta hefur ekki
gengið eftir. Frítímaakstur eykst og menn vilja eiga
tvo bíla.
Samanburður við aðra staði
Til að greina þróun á fjölda umferðarslysa í Reykjavík var gerður samanburður við aðra
staði. Skoðuð voru gögn frá Umferðarstofu fyrir 11 ára tímabil frá árinu 1996 til ársins
2006. Landinu var skipt í fjögur svæði, þ.e. Reykjavík, annað þéttbýli á höfuðborgar-
svæðinu, þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins og dreifbýli, sjá mynd 3.
Arið 1998 fóru gögn að berast Umferðarráði á
tölvutæku formi og varð skráningin nákvæmari.
Einnig bárust gögn með öruggari hætti en áður.
Þessi breyting kemur fyrst og fremst fram í skrán-
ingu eignatjóna en síður í skráningu slysa, sem hér
er til skoðunar. Hugsanleg vanskráning á slysum á
tímabili fyrir árið 1998 ætti að koma þannig út að raun-
veruleg niðurstaða sé jákvæðari en hér kemur fram.
Alls hafa orðið 10.537 umferðarslys á landinu á
framangreindu tímabili, þar af 4.374 umferðarslys í
Reykjavík, að meðaltali 41,5% af öllum slysum. í
upphafi tímabilsins árið 1996 var hlutfall Reykja-
víkur 55,3% en í lok tímabils árið 2006 er hlutfall
Reykjavíkur komið niður í 34,5%.
2 9 6
Arbók VFl/TFl 2008